Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 24
Salómon Ucidar
— Tlíinnning —
Með Salómon Heiðar er til moldar
gengimi óvenjulegur maður á marga
lund.
Hann var Borgfirðingur að ætt og
uppruna, fæddur að Síðumúla í Hvítár-
síðu, 18. ágúst 1889. Sonur Runólfs,
bónda og organista þar, Þórðarsonar
hreppstjóra á Fiskilæk, Sigurðssonar
hreppstjóra á Bakka í sömu sveit, Þórð-
arsonar hreppstjóra á Súlunesi, Jónsson-
ar. Þeir voru komnir af Mýramönnum
í beinan karllegg. Höfðu þeir allir verið
þar mann eftir mann, nema síra Gisli
Arnbjarnarson, sem var prestur í Gaul-
verjabæ, og Stefán, sonur hans, sem þar
var einnig prestur eftir hann- Móðir
Runólfs, föður Heiðars, var Sigríður,
dóttir Rimólfs hreppstjóra Þórðarsonar í
Saurbæ á Kjalarnesi.
Móðir Heiðars, og kona Runólfs, var
Helga, dóttir Salómons hreppstjóra á
Haukagili og Síðumúla i Iívítársíðu, Sig-
urðssonar, en kona Salómons og amma
Heiðars, var Helga, dóttir Ólafs skálds
á Harastöðum í Vesturhópi Guðmunds-
sonar, og konu hans, Helgu Jónsdóttur
prests á Breiðabólsstað í Vesturhópi, Þor-
varðssonar. Helga Jónsdóttir varð síðari
kona síra Gísla Gíslasonar í Vesturhóps-
hólum, og síðast á Gilsbakka i Hvítársíðu.
Á þessu liöfuðbóli í hinni fögru sveit
ólst hinn ungi rnaður upp í skjóli góðra
foreldra, undir vemdarvæng móðurafa
og ömmu, sem ]iar höfðu lengi búið
rausnarbúi.
Árið 1902 fluttist fjölskylda Heiðars til
Hafnarfjarðar. Fékk faðir hans atvinnu
hjá bróður sínum Ágústi Flygenring,
sem þá þegar og lengi síðan hafði þar
umfangsmikla útgerð og verzlun, en ])á
var Heiðar aðeins 13 ára gamall. Þá
þegar fór hann í Flensborgarskóla, og út-
skrifaðist þaðan. Þetta var undirstöðu-
92
A K R A N E S