Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 3

Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 3
Ól. B. Björnsson: J sœlu Siglufiarðar — IV. grein — I hinum fyrri greinum ræddi ég nokk- uð um þennan mi'kla síldarbæ, hvernig hann varð til, hvernig allt snérist um Siglufjörð um tíma, er talað var um síld- veiðiskap, svo og hvert áfall það var fyrir fólkið sem þar bjó og stóriðjuna á þessu sviði, er síldin lagðist frá um áratuga bil. Þetta hefur þjóðin orðið að horfast í augu við á liðnum öldum. Nú er um fleiri úr- ræði að velja, og fólkið hyggst færa sig þangað sem atvinnan er árvissari. Nú verður því um stund horfið frá síldinni sjálfri, en þess í stað verður minnst á ýmislegt fleira sem merkilegt er við þennan einstæða síldarbæ Norður- landsins og fólkið sem þar býr. Það mun hafa verið árið 1818 sem Siglufjörður er löggiltur sem verzlunar- staður. Þá er þar aðeins ein verzlun, og rnun svo vera lengst af fram undir síð- ustu aldamót. Við Siglufjarðarverzlun hafa sjálfsagt verið ýmsir dugandi verzl- unarstjórar, en á 19. öld mun þó einn þeirra skara fram úr, Snorri Pálsson, frá 1864—1883. Hann var sonur Páls Jóns- sonar prests og skálds í Viðvík, og fyrri konu hans, Kristínar Þorsteinsdóttur stúd- ents í Laxárnesi Guðmundssonar. Kona Snorra Pálssonar var Margrét Ólafsdóttir að Fjöllum i Keldukverfi Gottskálkssonar. Meðal barna þeirra voru: Eggert verzl- A K R A N E S M.b. Tjaldur frá Siglufirfti. unarmaður á Akureyri, Kristín, kona Bjöms ljósmyndara Pálssonar á Isafirði, Páll verzlunarmaður, síðast í Reykjavík, og Einar verzlunarmaður á Isafirði. Snorri var vel gefinn, bókhneigður, betur að sér en þá gerðist almennt, hug- sjóna- og framfaramaður langt á undan sínum tíma. Er talið, að til hans eigi rætur að rekja allar framfarir i Siglufirði á því 20 ára tímabili er áhrif hans náðu til. Hann var 2. þingmaður Eyfirðinga frá 1875—79, og mun það hafa haft mikilvæga þýðingu fyrir samtíð og fram- tíð Siglufjarðar. Þau hjón voru orðlögð fyrir gestrisni og greiðasemi. Snorri mun og nokkuð hafa fengist við lækningar og heppnast það vel, en þessa var mikil þörf í læknisleysinu á þeim árum. I tíð Snorra var Gránufélagið stofnað, og varð Siglufjarðarverzlun ein af verzlunum þessa félags. Hann átti og þátt í stofnun Þilskipaábyrgðarfélags fyrir Eyjafjörð og Siglufjörð- Þá setti hann á fót niðursuðu matvæla á Siglufirði 1878, í félagi við Einar B. Guðmundsson alþm. á Hraun- um í Fljótum, — en Kristín systir Snorra var fyrsta kona Einars. — Aðalmaður- inn við niðursuðuna mun Hafliði Guð- mundsson hafa verið, en hann var lengi hreppstjóri Siglfirðinga og kunnur fram- faramaður. Niðursuða þessi mun ekki 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.