Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 46
fátt er um hann vitað annað. Hann er
sennilega fæddur nálægt 1560 og hefur
lifað fram um 1630. Vitað er að Bjami
var eitthvað á Húsafelli í æshu, og senni-
lega hefur hann búið á Fellsöxl í Skil-
mamnahreppi- Um menntun hans er ekki
vitað, en hann hefur verið vel að sér, og
þó sennilega ekki skólagenginn. Af man-
söngvum Flóresrímna má margt fræðast
um skoðanir Bjama og ævikjör. Hann
hefur verið fátækur maður og þreyttur
af erviði; hreinlyndur, glaður, barngóður
og hjartahlýr. Rimurnar eru skemmti-
legar og auðlesnar; kenningar fáar og
ekki torskildar. Bráðskemmtileg er t. a.
m. níunda ríma. Ekki er að vita hvenær
Bjarni hefur ort rímur þessar, en man-
söngur fimmtu rímu gæti bent til áranna
eftir 1630, og eru þó rökin veik. Bjarni
hefur verið í miklu áliti sem skáld, og
eru til allmargar heimildir um það frá
seytjándu og átjándu öld. Guðmundur
skáld Bergþórsson telur ýms rimnaskáld
frá seinna helmingi sextándu og fyrra
helmingi seytjándu aldar í mansöng fyr-
ir 42. rimu í Olgeirsríminn (1680); þar
er Bjama minnst á þennan hátt — ræður
víst rímið nokkru um orðalag:
Skáldið Bjarni fræddi frítt
'fólk með rentu ljóða,
mála kvarnir mæddi títt,
mærð þó nennti bjóða.
1 Flóresrímum Bjama koma fyrir a. m.
k. tveir bragarhættir, sem ekki finnast í
rimum fyrir 1600: skammhenda (10. r.),
langhenda (11. r ). Ekki veit ég hvort
Bjami hefur fyrstur ort rímur með þess-
um háttum, eða einhver annar samtíma-
maður hans- Báðir þessir hættir voru jafn-
an síðan algengir í rímum; langhenda
víxlhend er einn hinn fegursti rimna-
háttur sem til er; hefur margt markvert
verið ort undir þeim hætti, og er nýast
114
að nefna Mansöng eftir Guðmund Böð-
varsson (Kristallinn i hylnum); og eru
full þrjú hundruð ár milli þessara borg-
firzku skálda og bænda. 1 Flóresrímum
eru fleiri afbrigði sem hafa orðið til um
þetta leyti: afhent hringhent; stuSlafall
fimmsneitt (4. r.). Þann hátt kalla ég
valinstælu, og er það nafn úr Sveinsrím-
um Múkssonar, eftir Kolbein Jöklara-
skáld — en vafasamt i hvaða merkingu
hann notar orðið.
Háttur áttundu rimu er dverghenda,
en ekki úrkast eins og stendur i útgáf-
unni. Bjarna hafa verið eignaðar Amúr-
atisrímur, en nú er talið að hann hafi
ekki ort þær, og kann ég engin skil á
því máli í bili. Bjarni er frægastur fyrir
kvæðið Aldasöng, og er það stórbrotið
kvæði. Þá eru mörgum kunnar öfug-
mælavísur þær er hann hóf að yrkja og
aðrir bættu síðan við. Það væri þarft
verkefni að koma á prent ljóðum Bjarna;
um leið ætti að kanna þær heimildir
sem finnast um ævi hans og skáldskap.
Bjarni lauk ekki við Flóresrímur; um
það bil fjórðungur sögu var ókveðinn þar
sem hann hætti. Sé það rétt sem vikið
var að hér, að hann hafi ort rímurnar
eftir 1630, þá er sennilegt að hann hafi
dáið frá þeim. En það var alls ekki fátítt
á þessum tíma að tvö skáld kvæðu sömu
rímur, geta menn fræðst nokkuð um það
i formála fyrir útgáfu Rímnafélagsins af
Hrólfsrimum Kraka, 1950. En sennilega
hefur Bjarni verið dáinn þegar Hallgríxn-
ur orti niðurlag Flóresrímna. 1 einu all-
góðu handriti segir að Hallgrímur hafi
ort sinn hluta rímnanna 1647, og er það
mjög sennilegt. Rímur Hallgríms eru
vitanlega mjög vel ortar og undir ágæt-
um háttum flestar. Fræg er seytjánda
ríman, sem er með sléttubandahætti
frumhendum og ort á einum degi- Senni-
legt er að sléttubandaríma Guðmundar
A K R A N E S
j