Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 17

Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 17
ljósið ýmislegt um gáfaðan, ungan Is- lending í stúdentasveit í Höfn frá dög- um „Verðandi“-manna. En þar sem Snæ- björn heldur, að ef til vill hafi verið hall- að á merka konu, eða jafnvel skertur heiður hennar, vonar hann að hægt sé að upplýsa það, sem sannast kynni að reynast í þessu máli, jafnframt þvi, sem meira mætti vitnast um líf og starf svo gagnmerkrar konu sem frk, Sigríð- ur Helgason var- Nánir vinir og venzlamenn hennar voru mjög hneykslaðir yfir þeirri ófyrir- leitnu staðhæfingu Finns Jónssonar — eftir sögusögn annarra, — að þau Bertel og hún hafi lifað saman sem hjón. Þar sem þetta mun vera hreinn þvættingur og staðlausir stafir, verður þetta atriði gert hér að umtalsefni, samhliða því sem reynt verður með fáum orðum að varpa Ijósi á lifsferil hinnar mætu konu. Ætt og uppruni. Sigríður Helgason mun hafa verið fædd í Viðey 8. janúar 1845, dóttir Helga prentara (1807—62), Helgasonar bónda og útgerðarmanns á Reyni á Akranesi, Guðmundssonar, Brandssonar, og Guðrúnar Finnbogadóttur (1810—77), systur síra Jakobs Finnbogasonar á Mel- um í Melasveit, isíðast í Steinnesi (Mynd sú í Prentaratali, sem þar er talin vera af honum, er af Helga Einarssyni Helge- sen. Líklega er engin mynd til af Helga Helgasyni). Náin kynni hafa verið á milli Helga á Reyni og Magnúsar Stephensens með- an hann bjó á Innra-Hólmi, enda hefi ég heyrt, að hinn ungi Helgi á Reyni, hafi á barns- eða unglingsárum um ára- bil verið í Viðey hjá Magnúsi, sem sjálf- sagt hefur litizt vel á hinn unga mann og hvatt hann til námsins. Síðar fluttist Helgi prentari til Akur- eyrar, þar sem hann gerðist prentari. Þau Helgi og kona hans áttu mörg börn. Meðal þeirra voru: a. Þorvarður, beykir, í Keflavík- Sonur hans var Þorsteinn, formaður og út- gerðarmaður í Keflavík, nýlega lát- inn, sonur hans er Friðrik Þorsteins- son kirkjuorganisti þar. b. Jakob, verzlunarstjóri á Vopnafirði. Hans dóttir Þuríður, er átti Sigurð lækni og alþingismann Kvaran. Þuríð- ur átti einmitt heima um 10 ára skeið hjá frk. Sigríði Helgason, frá 18—28 ára aldurs. c. Elín, átti fyrr Einar Einarsson Thor- lacius, en siðar Edilon Grímsson skip- stjóra. Þeirra sonur var Þórður Edi- lonsson héraðslæknir í Hafnarfirði- e. Sigriður, sem þessi grein er sérstak- lega helguð. Líklega hafa öll þessi börn verið vel gefin og dugleg. Það má a. m. k. full- yrða um frk. Sigríði Helgason, sem ruddi sér glæsilega braut í öðru landi ung að árum. Sigríður hefur snemma verið táp- mikil, örugg og ákveðin, útþráin rík, og haft vilja til að komast áfram af eigin rammleik- Hún fór og sigraði. Þegar hún var aðeins 18 ára gömul tók hún sig upp frá Akureyri, og var ferðinni heitið til Kaupmannahafnar. Áform hemiar var þríþætt: Að sjá meira al’ heiminum, en hljóta samhliða nokkra menntun, og svo það, sem hún sjálf kall- aði, að komast áfram á eigin spýtur. Farareyrir hinnar ungu stúlku var að- eins 17 dalir. Hún sigldi með seglskipi, og tók ferðin 7 vikur. Sigríður fór nú að líta eftir atvinnu. 85 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.