Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 53

Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 53
séu raunar einu verurnar, sem hann hef- ur óskorað vald yfir. Auróra Halldórsdóttir gerir systur hús- bóndans að furðu eftirminnilegri per- sónu, hún er táknmynd hins kúgaða og vonsvikna fáráðlings, sem býr við skammir og fyrirlitningu dag út og dag inn, ár eftir ár, jafnvel áratug eftir áratug. En þrátt fyrir allt þetta tekst henni, eins og bróðurnum, að varðveita eitthvað mannlegt, sem gefur lífinu gildi, og bregður birtu á leiðir annarra. Þóra Friðriksdóttir leikur dóttur hjón- anna, og er leikur hennar eini verulega veiki hlekkurinn í heildarmeðferð leiks- ins. Þóra er lagleg stiilka og hefur áður sýnt góðan leik. Að þessu sinni nær hún ekki valdi á hlutverkinu, svipurinn er fjarrænn og tómlegur eins og hún hafi ekki skilið, hvað um er að vera. Ástar- atlot hennar eru svo látalætisleg, að eng- inn getur trúað því, að henni þyki minnstu vitund vænt um mmusta sinn, Guðmund Pálsson, sem fer vel með sitt hlutverk og sýnir, að þessu sinni meiri tilþrif en áður. Guðmundur nær sér eðlilega ekki vel á strik, þegar hann er með Þóru á sviðinu, en þeim mun betur í samleik með félaga sínum í hernum, Árna Tryggvasyni, sem gerir mjög skemmtilegan náunga úr fremur litlu hlutverki- Sigríður Hagalín er glaðleg cg hressi- leg brúðarmey, full af kátínu og kyn- þokka, sem að lokum hefur sín áhrif á Árna Tryggvason, þótt liann láti isem sér sé annað í hug en gefa gætur að konum- Steindór Hjörleifsson leikur prestinn. Ekki kann ég við þá útgáfu af Drottins þjónum, sem hann býður upp á, en vera má að þarna sé prestur framtíðarinnar á ferðinni. Jón Sigurbjörnsson hefur annazt leik- stjórn af miklum þrótti, smekkvísi og vandvirkni. Að undanskilinni Þóru Frið- riksdóttur, fara allir leikendur vel með hlutverk sín undir stjórn hans, og er full ástæða til að óska honum til ham- ingju með þessa frumraun sína á leik- stjórabrautinni. ★ Gullöldin okkar. Sumum mönnum er gefin sú náðar- gáfa, að sjá hið skoplega í öllum hlut- um, en gleyma þó aldrei alvörunni- Guð- mundur Sigurðsson og Haraldur Á. Sig- urðsson hafa báðir hlotið þennan dásam- lega eiginleika í vöggugjöf og ávaxtað hann vel samborgurum sínum til mik- illar ánægju. Um þessar mundir bregða þeir upp svipmyndum úr lífi íslendinga á því herrans ári 1957, en láta leikendur lifa og ræðast við árið 1900 í fyrra þætti, en árið 2000 í þeim siðari. Fyrri þátturinn gerist hjá vatnspóst- unum 1 o mínútum fyrir siðustu alda- mót:. Þar er Skraffinnur Tobíasson vatns- beri aðalmaðurinn og prýðilega leikinn af Haraldi Á. Sigurðssyni. Allur leikur Haraldar sýnir ljóslega hversu „komik" er runnin manninum í merg og bein. Þetta cr á þeim góðu gömlu dögum, þegar vörumar kostuðu sama sem ekki neitt og fólkið hafði ennþá tíma til þess að talast við um nútíð og framtíð. Af ágætum leik má auk Haraldar nefna Sigriði Hannesdóttur í hlutverki Öggu Göggu námsmeyjar í barnaskólan- um. Raunar er hér um afrek í persónu- sköpun að ræða og ætti að mega spá Sigriði margra leiksigra i framtíðinni, þvi að vonandi er hún ekki ein af þeim, sem ekki þola vinsamlega gagnrýni. 1 seinna þætti, sem gerist 10 minútum eftir síðustu aldamót, mæðir mest á Stein- unni Rjarnadóttur og Lárusi Ingólfssyni, AKRANES 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.