Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 22
efni og aðstaða var lítt sparað til þess að
efla dáð þeirra, seðja hungur þeirra eða
fata þá eða snyrta. 1 þessum efnum
munu þeir ekki sízt hafa notið aðstoðar
hennar og hjálpar, sem þess höfðu mesta
þörf. Sem á einn eða annan veg hafi ver-
ið linir eða lamaðir, ef mannræna hafi
verið í þeim, eða von um að sigrast á
veilum þeirra eða volæði.
Er það mjög sennilegt, — eins og
raunar hefur komið fram, — að henni
hafi verið annt um velferð Bertels Þor-
leifssonar, og að fjárhagslega hafi hún
styrkt hann meira en flesta aðra stúd-
enta í Höfn á þessum árum. Það hefur
sjálfsagt verið af hinni ríku þörf hans
annars vegar, og mannúðar- og móður-
umhyggju hins vegar-
Af samtalinu við frú Guðrún Finsen
virðist mér allt benda til, að frk. Helga-
son hafi verið hin virðulega hefðarkona,
sem var leiðtogi og hjálparhella hinna
ungu, íslenzku menntamanna í Höfn.
Sem aldrei leyfði þeim að fara yfir mark
1 neinum efnum. Hún hafi aldrei fallið
frá því, að vera húsmóðir á sínu heim-
ili, og aldrei fallið fyrir neinum ástar-
ævintýrum, ímyndaðri eða raunverulegri
hjónabandssælu. Hún mun hafa verið
hin mikla skapfestukona, sem þrátt fyrir
útþrá og ævintýralöngun, hafi alltaf og
ævinlega siglt fram hjá ævintýralundum
ástalífsins. Hún mun víst aldrei hafa
bergt þann bikar, og ekkert hafa vitað
hvað það var. Hún var alin upp í hin-
um stranga og virðulega skóla góðs heim-
ilis, og þegar hún kom ung til framandi
lands, lá leið hennar fyrst og fremst um
þær slóðir, sem líf og starf mótaðist af
virðuleik, réttlætiskennd, menntun og
vinnu, sem yki fremur en skerti mögu-
leika til persónulegs sjálfstæðis, bæði hið
ytra og innra. Hún mun áreiðanlega
hafa talið það langt neðan við virðingu
sína að eiga ástarævintýri með þeim
mönnum, einum eða fleirum, sem i skjóli
hennar dvöldu, og hún taldi hjálparþurfi
á einu eða öðru sviði.
Mér skilst, að frk Sigríður Helgason
hafi verið ein af hinum óvenjulegu ís-
lenzku úrvalskonum, sem tóku líf sitt
mjög alvarlega. Talið sig eiga iskyldum að
gegna við það. Átt köllun, sem hún yrði
að rækja eftir ströngustu siðasnúru þeirra
tíma. Hún hefur sjálfsagt verið ein af
þeim, sem þannig hefur agað sjálfa sig,
að hún hafi aldrei á lífsleiðinmi farið út
fyrir þá landhelgislínu lífssjónarmiða
sinna, sem lögð var eða ákveðin í ís-
lengum jarðvegi; og aldrei hafi heldur
sú lína verið færð út eða afnumin í
námi eða miklu starfi vaxinnar ævi á
erlendri grund.
Hitt er svo líklegt, að einhverjum hafi
fundizt þessi hefðarkona vera um of
öfgakennd á þessu sviði strangleika og
istærilætis persónuleikans, sem henni
fannst að allt yrði að miðast við, og
vera laust við allar feyrur og flysjungs-
hátt.
Hversu sem hún hefir agað sjálfa sig,
hefir frk. Helgason verið merkilegur per-
sónuleiki. Unnið mikilvægt ævistarf fyr-
ir Island, isyni þess og dætur, landi sínu
og þjóð til hins mesta gagns og ævarandi
sóma. Hún er því vafalaust ein þeirra
gagnmerku niðja hinnar nítjándu aldar,
sem enn liggja óbættar hjá garði- Þeirra,
sem að litlu hefur verið getið, og þá ekki
einu sinni í réttu ljósi dyggða og dreng-
skapar, sem fyrst og fremst hefur ein-
kennt þennan útvörð þjóðarinnar á er-
lendri grund, meðal ungra, fátækra
menntamanna, meðan engin sendiráð
voru til að telja raunir sínar fyrir. Und-
ir hennar verndarvæng nutu þeir henn-
ar húsaskjóls og ástríkra leiðbeininga,
(Vrh. á bls. Í05).
90
A K R A N E S