Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 12

Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 12
hann í sundur og rétti mér vænan kand- ísmola. Svo kvaddi hún mig, og jarp- skjótti hesturinm stikaði götuna, fót fyrir fót, svo sem hún lá fyrir umferðinni. Ég hafði gleymt öllum spaklegum orð- um, en fann hvað kandísinn var sætur á bragðið. Já, Þorgerður á Hraunfelli. Þessi einkennilega heiðursskona. Það var ekki um að villast, á því, sem fólkið sagði um hana, þó ég kynni ekki skil á því á hverju það byggðist. Nú var hún ein og komin að hurðarbaki í almennum áhuga- efnum sveitalifsins. Sólin .skein öðru vísi á hana en aðra menn, göturnar lágu öðru vísi fyrir henni en öðrum mönnum. Hún reið ekki til erinda sem snertu sveita- lífið, hún slóst ekki í þys dagsins í lífs- haráttunni. í glæru sólskini reið hún götuna í minningu um horfna daga, hlaðin sorg og sáttum, einstæðingur, bjartleit af manndómi, hjúpuð heiðvirðri þögn, hlutlausri aðdáun, eins og hinir dánu menn hafa út yfir landamærin á Jarðlífsstað. Erindi hennar voru á vit við gamla vini, eins og svipanna eftir dána menn. Sorg hennar var hljóðnuð og hittir á hljóðan streng í brjósti manns, eins og sjálf hún Saga gerir. Hún átti sitt mat í fortíðinni, eins og sagan, og það eru reikningar, sem eru uppgerðir og koma ekki lífinu við. Og Þorgerður ríður götuna, fót fyrir fót. Nú hafði þó nafn hennar og málefni borið á vit sveitalífsins undanfarinn tíma. Hún hafði selzt arfsali bónda i dalnum, sem hún hafði tröllatryggðum hundizt á löngu lífs- skeiði. Nú hafði sá samningur horizt til miskliðar milli þeirra, og þótti hún standa höllum fæti. Betri menn bundust fyrir efni hennar, og nú var þetta klárt mál, og upphefir það er áður skildi vera, og leið hennar ráðin burtu úr dalnum þar sem tryggðir hennar voru bundnar. Hún var þá orðin ekkja, er hún tók þennan kostinn, og hafði nú skammt um liðið- Var til fárra að hverfa er þrotin var forsjá og staðfesta, en frændur engir né venslalið í sveitinni. 1 Miklagarðs- sókn í Eyjafirði er hún t.alin upprunnin, i þeim skjölum er ná hér til heimilda, en kirkjubækurnar á Hofi eru brunnar, þar sem saga hennar er ár- og dagfest þar i sveit. Hér verður því enga fræði um það að finna. En 1868 er hún talin innkomin í sveitina ásamt manni sinum, Sigurgeir Jónatanssyni, fæddum í Helgastaðasókn í Suður-Þingeyjarsýslu, en sjálf var hún Jóhannesdóttir og fædd árið 1836- Dvalir þeirra hjóna eru svo taldar slitlausar á ýmsum stöðum í Vopnafirði, en stuttu eftir 1890 flytjast þau að Hraunfelli í Simnudal hinum forna, er nú um langa hríð hefur heitið Hraunfellsdalur, og er syðstur byggðahluta Vopnafjarðar. -— Hraunfell liggur innst norðan ár í daln- um. Er það mikil jörð og gagnsöm, land- kostir góðir og uppland mikið til heið- anna „upp frá Vopnafirði.“ Þarna bjuggu þau þrifabúi svo orð var á gert. Áttu fallegt fé, og heyrði ég það ungur að „Hraunfellsféð væri bezta féð i Vopna- firði.“ „af stofni Sigurgeirs heitins“, var bætt við. Allar skepnur voru þar með virðingu og prýði haldnar, en hundamir þó bezt. Ekki heyrði ég orðspor af hörn- um þeirra utan Valdemars, sem með þeim fluttist í Hraunfell, þá orðinn þroskamaður, og mest fyrir búskapnum. Lagði sig mjög eftir fjárræktinni. Stóð nú til að hann gerðist bóndi á Hratmfelli og var þá liðið nærri aldamótunum, en þau gömlu hjónin færu í hornið hjá hon- um. Til hans fór stúlka, sem Aðalheiður hét. Með þeim tókust ástir og fæddist þeim dóttir, en um það leyti andaðist Valdemar, og þótti hinn mesti mann- skaði. Réðist þá Aðalheiður í burtu, en þau gömlu hjónin héldu áfram búskapn- 80 A K R A N E S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.