Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 49

Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 49
Halldórsson leikur, er óskiljanlegt, að jafn mikill leikari skuli ekki fá virðu- legra viðfangsefni að glíma við. Leikstjóm Ævars Kvaran virðist hafa verið mjög góð, og er það góður siður hjá Þjóðleikhúsinu, að láta ekki sömu þrjá leikstjórana vera sístjórnandi allt leikárið. Þótt brosið dularfulla sé fullt af mann- viti og víða bregði fyrir fyndni, er ekki því að leyna, að þetta er alvarlegt leik- rit samið handa hugsandi fólki með fág- aðan smekk. Slík leikrit ganga að öllum jafnaði ekki lengi í höfuðstað Islands ★ Doktor Knock. Gamanleikur í þrem þáttum, eftir Jules fto- mains. ÞýSandi: Eiríkur Sigurbergsson. Leik- stjóri: IndriSi Waage. Leikskráin getur þess, að Doktor Knock sé gamanleikur að öðrum kosti gat það vel farið fram hjá leikhúsgestum. I fyrsta lagi er efnið sízt gamanmál. Aðalpersón- an, Knock læknir, beitir sefjunaráhrifum sínum til þess að gera fjölda manns ímyndunarveika og lagði þannig grund- völlinn að ágætri atvinnu sinni. 1 öðru lagi skortir meðferðina þann léttleika og fyndni að verulega gaman sé að, farsi myndi á köflum vera réttara heiti en gamanleikur. En sleppum þvi. Hugmynd höfundar er góð og réttmæt, þótt efnis- meðferðin sé ekki að sama skapi vel heppnuð. Læknir, sem misbeitir þekkingu sinni og því áhrifavaldi, sem henni fylg- ir, hlýtur að verða varhugaverð persóna hvar sem hann fer og þessa persónu skap- ar Rúrik Haraldsson allvel. Sefjandi kraftur hans mætti að visu vera meiri á köflum, ekki sízt í viðræðunum við hefð- arkonuna (Reginu Þórðardóttur) öruggis- skortur má hvergi gera vart við sig í framkomu manns, sem sýkir efnamemi á hverju heimili heils héraðs. Lárus Pálsson leikur gamla lækninn, Dr. Parplaid, prýðilega og er leikur hans hámark leikmeðferðar í Doktor Knock. Þessi gamli sómamaður megnar þó ekki að koma vitinu fyrir eftirmann sinn né áhangendur hans, en verður sjálfur í- myndunarveikinni að bráð. Veiki þátturinn í efnismeðferðinni er hvernig læknirinn nær tökum á fólkinu. Aðferðir hans skortir þann ljóma og snið- ugheit, sem afburðamúgsefjun eru lagin, þess vegna verður áhrifavald lians ekki sennilegt, að minnsta kosti ekki í augum Islendinga, en vera má að minna þurfi til að sefja franskt sveitafólk, um það atriði brestur mig heimildir, en vitað er, að t- d. Þjóðverjar eru mun sefnæmari en Norðurlandabúar. ★ Sumar í Tyrol. Operetta í þrem þáttum, eftir Hans Miiller. Tónlist eftir Ralph Benatzky. ÞýSandi: Loft- ur GuSmundsson. Leikstjóri Sven Aage Lar- sen. Þjóðleikhúsið hefur tekið upp þann góða sið, að sýna annað hvort óperettu eða óperu síðast á hverju leikári. Að þessu sinni hefur Sumar í Tyrol oi*ðið fyrir valinu og er ekkert nema gott um það að segja. Efni óperettunnar er ekki mikið, nokkur ástaræfintýri, sem öll enda vel. Aðalhlutverkin eru í höndum Evy Tibell, óperusöngkonu frá Stokkhólmi, og Bessa Bjarnasonar. Að þessu sinni hef- ur verið hafður sá háttur á, að láta sænska söngkonu syngja á sínu fagra móðurmáli í stað þess að fara með text- ann á lítt eða ekki skiljanlegri íslenzku, eins og gert var s.l. ár, ber að virða þessa framför. Frú Evy Tibell leikur og syngur ágæt- lega og framkoma hennar er bæði kven- leg og aðlaðandi. Ef til vill mætti stund- A K R A N E S 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.