Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 67
TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR
(Frh. af 2. kápusíðu).
Pólitízk jómfrúræða.
Jóhann heitinn Eyjólfsson i
Sveinatungu réri á Akranesi vetr-
arvertíðina 1884, hjá Narfa á
Mel. Aðra vertið réri hann og
hjá Teiti i Sandabæ, sein hann
sagði, að hafi verið góður stjórn-
ari.
Þá sagðist hann hafa mætt á
þingmálafundi á Akranesi i fyrsta
sinn og haldið þar sína fyrstu
pólitizku ræðu. Þá voru þeir
frambjóðendur, Grimur Thomsen
og Þórður á Leirá. Auk Þórðar
töluðu á þessum fundi Snæbjörn
Þorvaldsson, Hallgrimur hrepp-
stjóri, sem var fundarstjóri, Ölafur
á Litlateig (sem ekki vildi láta
kjósa Grim), Bjami Jónsson á
Sýruparti, og Jóhann. Grimur
var ekki mættur á fundinum. Til-
efni til ræðu Jóhanns var það, að
honum fannst Snæbjörn vera of
ihaldssamur, gerði m. a. grin að
þessu „frelsisglamri þjóðarinnar,
er kæmi fram í ræðum manna."
Uppistaðan í ræðu Jóhanns var,
að auðvitað væri Snæbimi „ann-
ara um glingur sitt í búðinni en
frelsismál þjóðarinnar". Ekki
sagði Jóhann að Snæbjöm hefði
svarað sér.
Glergluggar.
Lengi var gler mjög dýrt, og
því fágætt. Hér á landi var það
fyrst aðeins i fáum kirkjum. 1
Pálssögu biskups, Jónssonar, er
þess getið, að hann hafi árið 1195
flutt út með sér tvo glerglugga,
er hann færði Skálholtskirkju. Ef
til vill eru þetta fyrstu glerglugg-
amir á landi hér, þótt ekki sé það
alveg vist. 1 elztu máldögunum,
sem eru árfærðir um 1220, eru
glergluggar í eftirfarandi kirkj-
um:
1. Garðakirkju á Akranesi.
2. Einholtskirkju í Árnesþingi.
3. Saurbæjarkirkju á Iíjalamesi.
4. Langholtskirkju i Árnesþingi.
Glergluggar hafa sem sagt ver-
ið mjög fátiðir hér á landi á
þessum tima, og vart verið i öðr-
um kirkjum en þar sem eignar-
eða umráðamenn þeirra vom rík-
ir menn, og vildu hafa þær vel
búnar.
Vel hýst.
Hér á landi mun óviða hafa
verið betur hýst en á Innra-
Hólmi á dögum Magnúsar Step-
hensen. Liklega hefur það þó
ekki verið síður á Ytra-Hólmi hjá
Hannesi prófasli Stephensen.
Tónlistarskóli hefur
starfað hér í tvö ár.
Jón Sigurðsson smiður á Vind-
hæli, mundi vel alla húsaskipun
á Ytra-Hólmi í bæ þeim, er Hann-
es lét byggja þar, líklega 1833,
sem verið hefur óvenjulegur á
þeim tima og iburðarmikill hið
innra. Eftirfarandi lýsing á bæjar-
húsunum er eftir Jón Sigurðsson:
„Aðalhúsið á Ytra-Hólmi var
með timburstöfnum á báðum end-
um, úr sléttplægðum borðum.
Gólf og einfalt loft úr plægðum
borðum. Á stofunni niðri voru
brjóstþilin með sniðfölsuðum
spjöldum og strikuðum ramm-
stykkjum. Þar fyrir ofan með
sléttum þiljum og strikuðum póst-
um milli. öll gerikti kýlld, og
varla sléttur blettur á milli. List-
ar með bitum kýlldir með stungn-
um tiglum. öll herbergi önnur
með sléttum þiljum og strikuðum
póstum. öll herbergin voru mál-
uð. Koparhúnar voru á hurðum,
og sumar skrár eru enn notaðar í
húsinu á Ytra-Hólmi. Torfþak var
á öllum húsum.
af einstaklingum og bænum í
heild.
Hér er um merkilegt menning-
arspor að ræða i menningarvið-
leitni bæjarbúa. Að þessu sinni
voru i skólanum 43 nemendur. 1
orgelleik 10, í fiðluleik 6, en mest-
ur fjöldinn var i píanóleik. Þá
hélt skólinn uppi tveggja mánaða
námskeiði í söngkennslu, og sóttu
það 12 nemendur. Skólastjóri er
frú Anna Magnúsdóttir, en kenn-
arar auk hennar: frúmar Fríða
Lárusdótlir, Ingibjörg Ólafsdóttir,
Sigriður Auðuns og Helga Voll-
and. Ámi Arinbjamar og Krist-
inn Hallsson.
Þessum mikilsverða vísi þarf að
sina fullkomna og einlæga rækt
og styðja með ráðuni og dáð, baý5i
Hafnargerðin.
Þar ganga vinnubrögð nú mun
betur en í fyrrasumar, en þó er
mikið eftir ógert i sambandi við
bátabrj'ggjuna, ef bátaflotinn á
að hafa þar sæmilegan samastað
í vetur. Þá þykir mér um of drag-
ast viðgerð á hinum gamla garði,
svo og að fylla upp á milli hinna
einstöku kerja í garðinum, en það
er ekki aðeins nauðsynlegt til
þess að auka kyrrð i höfninni,
heldur einnig til að fyrirbyggja,
að hinn mikli súgur grafi undan
kerjunum, sem einnig getur haft
hinar herfilegustu afleiðingar.
AKRANES
135
L.