Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 13
um. Aðalheiður var vinnukona á Egils-
stöðum árið 1899—1900, en hafði litlu
stúlkuna á fóstri annars staðar, en þó
ekki á Hraunfelli að því er mig minnir-
Hún réð þá för sína til Ameríku með
barnið. Hún var þrifin vinnukona, en
jafnan fálát, hafði miklar virðingar í
umgengni, var aldrei kölluð hvorki Alla
né Heiða, heldur ætíð Aðalheiður. Undir
'vor tók hún þó barnið til sín. Morgun-
inn eftir að litla stúlkan kom sat hún
uppi í rúmi mömmu sinnar, en Aðal-
heiður sat fyrir framan hana og hafði
fengið henni úrið hans Valdemars til að
leika sér að. Þar mátti ég ekki nærri
koma, en sótti þó eftir. Hafði Aðalheiður
aldrei stjakað við mér fyrr- Um sumar-
málin kom Þorgerður að finna Aðalheiði.
Hún kom innan grundirnar og reið fót
fyrir fót. Móðir mín gekk á hlað að taka
á móti henni. „Komið þér nú sælar Þor-
gerður,“ sagði hún í líkum virðingartón
og hún væri að heilsa séra Sigurði Sívert-
sen. Þorgerður dvaldi næturlangt og töl-
uðu þær Aðalheiður löngum saman. Svo
fór Þorgerður, en Aðalheiður gekk á götu
með henni alla leið inn að Þverá. Ég
man gleggst eftir Aðalheiði þegar hún
kom aftur, enda var ég að passa Gerðu
litlu á þriðja árinu, og var helmingi eldri.
Og Aðalheiður fór til Ameríku. Á Is-
landi hefur hennar ekki verið getið síðan.
Sigurgeir andaðist 1901, og Þorgerður
gekk inn í sinn einstæðingsskap af stað-
festulegri venslamannavöntun. Flestum,
eða öllum, var hlýtt til hennar, en viðast
hvar ekki ofrúm fyrir hana- Hún tók
hinn fyrirsagða kost, að seljast bónda
nokkrum arfsali, og varð henni það að
mikilli raun ofan á allt. annað. Sjálf
þekkti hún ekki brigðmælgi né tryggða-
rof. Hún átti nokkur efni, því jafnan
bjuggu þau hjón þrifabúi- Það var í sög-
um hversu mikill dýravinur Þorgerður
var, og gekk ekki önnur saga meiri af
henni né einkennilegri að hátterni. Sumt
í þeim háttum hennar vakti aðdáun, ann-
að þótti sérviska, og var hlegið að, og þó
með varasemi, því ef til vill var hér ekki
um hláturefni að ræða heldur fyrirmynd,
sem þó enginn treystist til að hafa eftir.
Hún bjó ætíð smalann sjálf að heiman
hvern morgun, en er hún hafði tekið
upp eldinn byrjaði hún á því að ylja
hundamatinn og skammta seppanum, og
varð smalinn að hafa þetta virðingarleysi
bótalaust. Orðræðum skipti hún á milli
þeirra, og hafði seppinn hiim hlýrri hlut.
Saga var það að hvolp einn ól hún upp
og lét hann ekki skorta dálætið, og þá er
hún fór með kaffi handa fólki, þóttist
hún ekki geta sett hann hjá. Vandist
hann á að lepja kaffi- Var hann af því
Kaffon kallaður. Þótti þetta snjöll saga,
en þó meira nýmóðinsleg. Kaffon þótti
afburða vitur hundur, og allra hunda
frægastur af nafni sínu. Það var á einu
hausti að Valdemar var að smala inní
heiði — Hraunfellspart — og fylgdi
honum Kaffon. Veðri brá þá mjög snögg-
lega til hins verra, og varð Valdemar í
nauðum staddur að komast heim vegna
villu. Hann hafði tekið eftir því að hund-
urinn skildi það, ef talað var til Þorgerð-
ar, að sinna honum á einn eða annan
hátt. Honum varð þá fyrir að kalla úti
í veðrið, eins og til móður sinnar:
„Mamma! Kallaðu á liann Kaffon!“ —
Hundurinn skildi þetta og tók óðara
stefnu heim í Hraunfell, og hélt Valde-
mar á eftir honum. Þurfti ekki að því
að spyrja, að Kaffon rataði heim í Hraun-
fell. Varð þetta fræg saga, og máttu allir
skilja að á bak við hana lágu snild og
vitsmimir, af ekki stærra efni, en sýna
hundi lítillæti og umönnun. Eftir slíkum
nýmóðins leiðum lágu virðingar Þorgerð-
ar lit á meðal sveitarmanna. Ef til vill
81
AKRANES