Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 33
dregið þar góða veiði, en annað eins hafði
mig aldrei dreymt um. Lautin bak við
kofana flaut öll í hrognum og svilum og
silungshausarnir voru þar eins og kindar-
höfuð hjá sláturhúsi í hæstri haustkaup-
tíð. Höfðum við tal af veiðimönnum og
buðu þeir okkur góðgjörðir, en við ætluð-
um suður i Snjóöldufjallgarð á meðan
bjart var og athuga þar rústir nokkrar
og aðrar leifar mannavista, en kváðumst
verða fegin að þiggja boð þeirra á heim-
leið, og var það jafrivelkomið frá þeirra
hendi. Ekki fór þó bíllinn nema nokkuð
af leiðinni. Guðmundur skildi hann eftir
við suðurenda Grænavatns á öldukorni,
sem ég hafði oft haft fyrir sjónarhól
þegar ég þurfti að líta til hrossa á fyrri
ferðum mínum þar um. Sér þaðan allvel
um hluta af graslendi því er Kvíslar
heita. Þótti mér þar eyðilegt um að
skyggnast, engin sást lifandi skepnan.
Biðum við Jón þar á meðan hitt fólkið
gekk suður yfir Snjóöldufjallgarð til
fornmenjarannsókna. Var það ekki lengi
og fann fátt nýrra vísinda, er þó ekki
talið fullleitað enn. Dimmdi að á meðan
það var að starfi og fór að rigna. Kom
þá hópurinn og héldum við til veiting-
anna í Tjarnarkoti, og tókum ekki stein-
inn í staðinn, því auk samræðna og á-
nægju af að hitta hlýlega menn og
greinagóða og auk kaffisins, sem sannar-
lega kom sér vel, gáfu þeir okkur silung
í soðið með okkur- Geta þeir, sem ekki
hafa smakkað nýveiddan Veiðivatnasil-
ung enga grein gert sér fyrir hversu góð
sú gjöf er. En við höfðum öll reynslu
fyrir þeirri vöru og fórum þvi þaðan full
af kaffi, full af þakklæti og full af til-
hlökkun. Er það góð þrenning með að
fara og Landmönnum öll að þakka. Var
soðið í Jökulheimum þegar þangað kom
og síðan étið, sofnað og melt, tókst það
allt jafnvel. Við vöknuðum frísk eins og
Jökulheimar og íbúar þeirra 17. eSa 18. sept-
ember 1956, ncrna Ingibjörg. Hún tók rnyndina.
fiskar í vatni morguninn eftir, enda mik-
ið að gera. Var þá gengið frá úrkomu-
mælinum, tekið til í skálanum og auk
alls atsins við mælinn fóru þeir Jón og
Magnús suður yfir Tungnaá og mældu
styttingu Tungnaárjökuls, sem reyndist
að vera 20 metrar yfir síðasta ár, og er
þá minnst sagt af bráðnun hans, þvi að
þynning hans mun meiri en þessu svarar.
Er við höfðum borðað og búið allt
imdir vetur, svo sem við gátum bezt, og
Jón skrifað í gestabók skálans öll afrek,
sem unnizt höfðu, leituðum við sæta
okkar og létum Guðmund um allt annað.
Höfðum við nú kynnst, og var það eink-
um áberandi með mig, að ég var orðinn
sjaldséður á aftasta bekknum en fariam
að leita sínu sinni hvað sætis hjá ein-
hverri þeirra stallsystra, sem einar voru
í sæti, og þori ég ekki að fullyrða nema
Halldór hafi dregið nokkurn dám af mér
um þetta. Og þar sem hvorki var kært
fyrir hreppstjóra né húsbónda, komst
hefð á háttalag okkar, hafði vist auk
heldur byrjað daginn áður. Bar nú ekk-
ert til tíðandi fyrst, en fljótlega sáust
AKRANES
101