Akranes - 01.04.1957, Page 3

Akranes - 01.04.1957, Page 3
Ól. B. Björnsson: J sœlu Siglufiarðar — IV. grein — I hinum fyrri greinum ræddi ég nokk- uð um þennan mi'kla síldarbæ, hvernig hann varð til, hvernig allt snérist um Siglufjörð um tíma, er talað var um síld- veiðiskap, svo og hvert áfall það var fyrir fólkið sem þar bjó og stóriðjuna á þessu sviði, er síldin lagðist frá um áratuga bil. Þetta hefur þjóðin orðið að horfast í augu við á liðnum öldum. Nú er um fleiri úr- ræði að velja, og fólkið hyggst færa sig þangað sem atvinnan er árvissari. Nú verður því um stund horfið frá síldinni sjálfri, en þess í stað verður minnst á ýmislegt fleira sem merkilegt er við þennan einstæða síldarbæ Norður- landsins og fólkið sem þar býr. Það mun hafa verið árið 1818 sem Siglufjörður er löggiltur sem verzlunar- staður. Þá er þar aðeins ein verzlun, og rnun svo vera lengst af fram undir síð- ustu aldamót. Við Siglufjarðarverzlun hafa sjálfsagt verið ýmsir dugandi verzl- unarstjórar, en á 19. öld mun þó einn þeirra skara fram úr, Snorri Pálsson, frá 1864—1883. Hann var sonur Páls Jóns- sonar prests og skálds í Viðvík, og fyrri konu hans, Kristínar Þorsteinsdóttur stúd- ents í Laxárnesi Guðmundssonar. Kona Snorra Pálssonar var Margrét Ólafsdóttir að Fjöllum i Keldukverfi Gottskálkssonar. Meðal barna þeirra voru: Eggert verzl- A K R A N E S M.b. Tjaldur frá Siglufirfti. unarmaður á Akureyri, Kristín, kona Bjöms ljósmyndara Pálssonar á Isafirði, Páll verzlunarmaður, síðast í Reykjavík, og Einar verzlunarmaður á Isafirði. Snorri var vel gefinn, bókhneigður, betur að sér en þá gerðist almennt, hug- sjóna- og framfaramaður langt á undan sínum tíma. Er talið, að til hans eigi rætur að rekja allar framfarir i Siglufirði á því 20 ára tímabili er áhrif hans náðu til. Hann var 2. þingmaður Eyfirðinga frá 1875—79, og mun það hafa haft mikilvæga þýðingu fyrir samtíð og fram- tíð Siglufjarðar. Þau hjón voru orðlögð fyrir gestrisni og greiðasemi. Snorri mun og nokkuð hafa fengist við lækningar og heppnast það vel, en þessa var mikil þörf í læknisleysinu á þeim árum. I tíð Snorra var Gránufélagið stofnað, og varð Siglufjarðarverzlun ein af verzlunum þessa félags. Hann átti og þátt í stofnun Þilskipaábyrgðarfélags fyrir Eyjafjörð og Siglufjörð- Þá setti hann á fót niðursuðu matvæla á Siglufirði 1878, í félagi við Einar B. Guðmundsson alþm. á Hraun- um í Fljótum, — en Kristín systir Snorra var fyrsta kona Einars. — Aðalmaður- inn við niðursuðuna mun Hafliði Guð- mundsson hafa verið, en hann var lengi hreppstjóri Siglfirðinga og kunnur fram- faramaður. Niðursuða þessi mun ekki 71

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.