Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Side 44

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Side 44
eptir, 1878, með sama móti og Napóieon III. En fullsannazt hefir það ekki. Og skömmu síðar lagði Mac Mahon niður völdin, en Jules Grévy var kjörinn rikisforseti í hans stað, að ráði Gani' betta (30. jan. 1879). í haust tók Gambetta loks að sjer stjórnarformennsku og Þar með forstöðu utanríkismála, 14. nóv. jpótti þá mörgum meira en mál til komið, bæði utanlands og innan. |>ví að það mátti eigi dylj" ast, að hálf voru völd undir honum eða meir, þótt stjórnina ræki ýmsir aðrir, flestir vinir hans og fornir flelagar. En honum nmn hafa þótt þingliðið miður traust og einhuga en skyldi til fram- búðar. þingmenn reyndust opt lausir á velli margir hveijir, ef nokkuð lá við og þeim þótti sem hjeraðsríki sitt mundi í veði; en því áttu þeir opt og tíðum að þakka þingmennsku sína, eður og fylgi vina og vandamanna, fremur en eintómum þingmanns- kostum. Kenndi Gambetta það kosningarlögunum, einkum smáum kjördæmum. J>að er auðskilið, að þingmenn mundu tregn- að aðhyllast nýmæli þeirri missmíð til hóta, og varð Gambetta að taka á allri mælsku sinni að liafa þau fram, í fulltrúadeildinni; en öldungadeildin felldi þau. J>etta var í fyrra vor. Almennar kosn- ingar á þing í sumar er leið, í fulltrúadeildina, gengu Gambetta mjög í vil, og kosningar í öldungadeildina slíkt hið sama i vetur, rjett eptir nýjárið. Taldi hann þjóðina þar með hafa að- hyllzt sinn málstað. Og með því að honum þótti sem þing- mönnum mundi standa minni geigur af nýmælunum í upphafi kjörtíma en er nær liði nýjum kosningum, setti hann þeim tvo kosti, í upphafi þings í vetur, skömmu eptir nýjár: að aðhyllast nýmælin, og þar með hóflega umbót á stjórnarlögunum, er brýna nauðsyn þótti til bera, eða að hann segði af sjer veg og vanda af stjórnarformennskunni að sinni. J>ingmenn tóku þann kostinn, er þeim þótti sjálfum sjer hættuminni eða þingmennsku sinni eptirleiðis, og varð meiri hluti atkvæða í móti þeim Gambetta. Höfðu þeir þar lagzt á eitt band saman, einveldismenn, er fegnh" vilja alla þjóðvaldstjórn feiga, og frekjuflokkurinn yzt til vinstri handar, er eigi kann sjer neitt hóf; en þar á ofan slegizt í hópinn ýmsir fylgismenn Gambetta, er áður voru, sumir hveijir af þvi, að þeir höfðu þótzt fara varhluta af upphefð og ýmsum gæðum öðrum, er þeir höfðu gert sjer von um, efGambettanæðivöldum; en hann hafði gert sjer að reglu, er hann tók við stjórn, að fá þeim veg og völd, er bezt væri til fallnir, hverju merki sem þeir svo hefðu fylgt áður. (40)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.