Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Síða 59
framförum mannkynsins. Hann er enginn lærdóms-
maður að vísu, ekki alveg laus við hleypidóma og
ekki laust við það stundum að hann hafi horn í síðu
hinnar æðri mentunar, sem hann auðsjáanlega skilur
ekki. Samt er hann víðlesnari en alment gerist með-
al sjálfmentaðra mann og heíir mætur á skáldskap
og listum. Hann heíir viðskiftalífið jafnan fyrir aug-
um, er hann ritar; enda er pað sá páttur af starfsemi
mannkynsins, sem hann pekkir bezt. En innan um
eru hvarvetna mikilsverðar athuganir fyrir auðfræði
og siðfræði og víða kemur fram djúpsæi hans og
einlægni í þessum efnum. Maður fær mætur á þess-
um gamla, þaulreynda, stórauðuga spekingi, er mað-
ur les rit hans.
Ég ætla nú að sýna nánar örlítil sýnishorn af rit-
verkutn hans.
í einni af ritgerðum sínum, sem í fyrstu var samin
sem ræða við afhendingu á einni af hans miklu bóka-
sdfnsgjöfum, en síðan gefin út undir fyrirsögninni:
»Leiðin til farsældar í viðskiftaheiminum«, kemst
hann svo að orði (talar til ungra manna):
»Ungum mönnum er það til góðs eins að byrja
neðst í metorðastiganum, byrja í lægstu stöðunni.
Margir af þeim, sem nú stýra mestu fyrirtækjunum
hér í Pittsborg, byrjuðu með sóllinn í höndunum —
byrjuðu vinnu sína í stofnun sinni á því að sópa
gólfið í skrifstofunni. Nú er búið að taka þvottakon-
ur til að halda hreinum skrifstofunum, svo að ungu
mennirnir fara því miður á mis við þessa góðu byrj-
un. — En munið eftir því, að sá drengur, sem verða
Vill meðeigandi fyrirtækisins, má ekki hika við að
grípa sóflinn, ef á þarf að halda, t. d. ef þvottakonan
er forfölluð.-----Yngsti maður á skrifstofunni býð-
ur ekkert tjón af því, að þurfa að vinna auðvirðileg-
ustu vinnuna. Eg liefi sjálfur bj'rjað á því að sópa
skrifstofugólflð«. — Svo nefnir liann marga menn,
sem gerðu það sama, og nú eru allir orðnir stórauð-
(5)