Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Page 62
annað en lána honum nafn mitt. Einmitt vegna pess,
hve mikið er gott og göfugt í þessari skoðun, er hætt-
an því meiri. Eg vil nú reyna að sýna ykkur fram á
þetta frá sjónarmiði reynds viðskiftamanns. Mig lang-
ar helzt til að segja, að þið mættuð aldrei ganga í
ábyrgðir, en það heflr helzt til mikinn keim af skiþ-
un, eins og ef ég segði ykkur að þið mættuð aldrei
snerta vín, aldrei reykja tóbak o. s. frv. Sem kaup-
menn verðið þið sjálfsagt við stöku tækifæri að ganga
i ábyrgð fyrir vini ykkar eða viðskiftamenn. En nú
skal ég reyna að sýna ykkur fram á þær ástæður, að
tillitið til vinanna verður að lúta í lægra haldi fyrir
tillitinu til ykkar eigin sæmdar. Ef þið eruð í skuld-
um, þá er alt, sem þið eigið, í raun og veru eign
þess manns, sem hefir lánað ykkur. Sé j7kkur sæmd-
in kær, má ekki selja eða veðsetja þessa muni svo,
að skuldunauturinn eigi ekki fyrst og fremst aðgang
að þeim. Ef maður, sem er í skuldum, gengur í á-
byrgð fyrir annan mann, þá hættir hann ekki sínum
eigum, heldur skuldunauts síns. Hann bregst þeim
manni, sem bygt heflr traust sitt á honum. Munið
þess vegna eftir, að ganga aldrei í ábyrgðir, nema
þið eigið eignir eða peninga fyrirliggjandi, sem á-
byrgðarupphæðinni nemur. Munið jafn-an eftir þvi,
áður en þið gangið í ábyrgð, að líta ber á ábyrgðina
sem gjöf, og spyrjið sjálfa yður, hvort viðkomandi
vinur sé í raun og veru slikrar gjafar verður og
hvort þið eigið það sjálfir, sem þið leggið í sölurnar
fyrir hann, eða það eru efni annara, sem ykkur er
trúað fyrir. Ungu menn! Ef þið lítið ekki á málið
frá þessari hlið, sem er sú eina, sem góðum við-
skiftamanni er samboðin, þá er framtíð ykkar vafa-
söm.
Eg legg ríkt á við yður: Varist brennivín, fjárglæfra
og ábyrgðir. Gangið ekki í neina af þessum gildrum,
þvi að brennivin og fjárglæfrar eru Scylla og Charyb-
(8)