Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Page 63
dis') hins unga kaupmanns, og ábyrgðirnar eru »sker
fyrir stafni!«
Síðan fer Carnegie mörgum orðum um það, hvern-
ig ungir efnismenn eigi að hækka þrep af þrepi
og vinna sér traust og virðing yfirboðara sinna, þar
til þeir eru því vaxnir, að taka við öllu saman sjálfir
og stjórna því á eigin ábyrgð. Hann segir, að ung-
iingurinn eigi að sýna það í smáu og stóru, að hann
hafi lifandi áhuga fyrir hag fyrirtækisins og velfarnaði
húsbænda sinna. Hann eigi ekki að vinna eins og dautt
verkfæri. Sjái hann einliverjar misfellur, eigi hann aö
benda á þær, hver sem í hlut á, og halda fram skoð-
un sinni með kurteisi og fullri einurð. Pað skifti
minstu, hvort hann hafi í hverju einstöku tilfelli rétt
eða rangt að mæla. Aðalatriðið sé, að hann sýni á-
huga sinn og húsbóndahollustu, og geti þá aldrei
hjá því farið, að hann veki á sér eftirtekt. Hann eigi
ennfremur ekki einungis að gera það eilt, sem fyrir
hann sé lagt, heldur meira, þegar hann getur — og
það geti hann ætið. Meira sé um það vert, sem hann
gerir óbeðinn en hitt, sem hann gerir eftir skipunum..
Og loks íljdur hann ungum mönnum þá kenningu,
að þeir eigi ekki að hika við að gera pverl á móli
skipunum, ef þeir sjái hag húshónda síns í þvi, og
verja gerðir sínar mannlega. Aldrei fari hjá því til
lengdar, að húsbóndinn fái mætur á slíkum manni,
og brált verði hann kvaddur til ráða í vandamálum.
Svo ræður hann ungum mönnum til að spara sér
sem fyrst saman fé og leggja það í það fyrirtæki,
sem þeir ætla sér að staðfeslast við. Pá komist þeir
fljótt á það stig, að hafa áhrif á málefni fyrirtækisins
og atkvæði um þau. Fyrir hvert þúsund dala, er þeir
sýna að þeir hafi sparað, auki þeir traust sitt hjá yfir-
mönnum sínumumöOþúsund. Aendanumkomist mað-
urinn svo hátt, að honum verði trúað fyrir öllu sam-
1 )Scylla og Cliarybdis = liinar grinnnu óvættir liafsins, sem
Ilómer segir frá í Odyssevs kviðu, XII.
(9)