Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Síða 65
tæktin er ein af mestu blessunum mannkynsins, og sá,
sem fær auðæfi í hendur fyrirhafnarlaust, fer á mis
við blessun vinnunnar, en fær óblessun iðjuleysisins
og eyðsluseminnar í staðinn. Auðæfi eru ekki rétt-
mæt, nema þeim sé varið til að skapa heill og ham-
ingju sem flestra manna. Og sá maður, sem dej7r frá
miljónum sinum óráðstöfuðum, dej'r í smán, pví að
liann hefir brugðist hlutverki sínu. — En pá kemur
fjöldi spurninga til greina um pað hvernig verja beri
auðæfunum til pess að skapa með þeim sem mesta
og víðtækasta liamingju. Carnegie hefir hugsað það
mál vandlega og gefur góð og greið svör. Pau stefna
öll að einu. Pað á að hjálpa þeim til frama, sem á-
huga hafa á að hjálpa sér sjálflr.
Þá er að eins eftir að minnast stuttlega á pá starf-
semi Carnegies, sem ofurlítið snerlir okkur Islendinga
persónulega. Arið 1912 gaf hann Dönum fé til sjóðs-
stofnunar, 125,000 dali (dollars), til pess »að verðlauna
hetjudáð karlmanna eða kvenmanna, sem við það að
bjarga mannslífi baka sér tjón á heilsu eða limum,
eða láta líf sitt«. Sjóður pessi er alment kallaður
»Hetjusjóður Carnegies« og er vöxtunum varið til
verðlaunanna. I fyrstu var gjafarbréfið orðað svo,
að ekki mætti veita öðrum verðlaunin en peim, sem
liðið hefðu tjón á heilsu sinni við björgunina, eða
afkomendum þeirra, ef þeir hefðu látið líf sitt. Danska
stjórnin skrifaði pví Carnegie 1912, og stakk upp á
þeirri breytingu á reglugjörð sjóðsins, að veita mætti
verðlaun í einhverri mynd fjTrir góða framgöngu við
björgun manna úr lífsháska, jafnvel pótt sá, er það
gerði, hvorki hefði beðið heilsutjón eða líftjón, og
var sú brej'ting auðsótt. Nú verðlaunar pvi sjóður-
inn slíka framgöngu ekki að eins með fjárstyrk, held-
ur einnig með minnispeningum (medalíum). Danska
stjórnin lítur svo á, að starfsvið þessa sjóðs nái einnig
hingað (= til allra þegna Danakonungs) og hafa
verið veitt tvenn verðlaun úr sjóðnum liérlendum
(11)