Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Qupperneq 71
Joliann Olivistopli lTji*ietli-icli von
Schiller (frb. sjil’ler) er fæddur 10. nóv. 1759 í
bænum Marbach í Wiirtenberg á Pýskalandi. Faöir
hans var herlæknir, og fremur fátækur. Schiller var
til menta settur í æsku. Byrjaði liann fyrst á guðfræði,
en hætti við þá grein og tók fyrir lðgfræði. Ekki hélt
hann þó þeirri grein áfram heldur, en tók að lokum
próf i læknisfræði. A námsárum hans hneigðist hug-
ur hans mjög að skáldskap, og um það leyti, sem
hann lauk námi, hafði hann ort sjónleikinn »Ræn-
ingjarnir«, sem þýddur hefir verið á íslensku og
sýndur í Reykjavík, en ekki prentaður. Á þessum
árum orti hann mikið og gat sér mikið frægðarorð
sem skáld, en erfitt átti hann uppdráttar, því að lítið
gáfu lækningarnar hans af sér. Einnig ferðaðist hann
allmikið, meðal annars tvisvar eða þrisvar til Sviss-
lands, til að búa sig undir leikritið »Wilhelm Tell«
sem er eitt af hans fegurstu og frægustu ritverkum.
Fyrir óhlýðni við hertogann í Wúrtenberg varð S.
að flýja þaðan. Dvaldi hann þá um hríð í Mannheim,
Dresden og Weimar o. v. og kyntist þá ýmsum af
mestu og frægustu bókmentamönnum á Pýskalandi,
þar á meðal Goethe, sem hjálpuðu honum oggreiddu
götu hans. Seinna unnu þeir mikið saman að leik-
hússtjórn og ýmsu öðru S. og Goethe. Oftast var S.
í fjárþröng, og eitt sinn skutu bókmentavinir í Dan-
mörku saman fé handa honum. Seinni hluta æfi sinn-
ar þjáðist hann mjög af vanheilsu, sem dró hann til
dauða. Hann andaðist 9. maí 1805, að eins 40 ára að
aldri. S. þótti nokkuð ofsafenginn i fyrstu ritverkuni
sínum, en eftir að skap hans fór að spekjast, hneigð-
ist hugur hans að fróðleik, einkum sögu, og höfðu
þá forngrískar bókmentir mikil áhrif á hann. Frá
seinni hluta æfi hans eru þó lang-bestu ritverk hans
(»Maria Stuart«, »Die Jungfrau von Orleans«, »Wal-
lenstein« o. fl.). Mörg af kvæðum S. hafa verið þýdd
á íslensku, og nú hefir ungur maður íslenskur tekið
(17)