Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Page 73
margar þýðingarnar af sumum kvæðunum. Flest eru
þau og best þýdd í hinni nýju ljóðabók Hannesar
Hafsteins. — Myndastyttur eru reistar af Schiller og
Goetlie í nálega hverjum stórbæ á Þýskalandi, og marg-
ar af minni sþámönnum, en ekki heílr Heine verið
enn reist þar myndastytta. Pjóðverjar eru honum
enn reiðir fyrir ýms beiskyrði, og enn ræður óvildin
til Gyðingsins gjörðum þeirra. Heine hefir reist tungu
þeirra það minnismerki, sem aldrei firnist, en þeir
hafa vanþakkað það. Allar aðrar þjóðir hafa þakkað
honum.
Ritað i mars 1917
A.rbóli Islancls 1916-
a. Almenn tíðindi.
Vcðurfar. Veturinn harðnaði með þorrakomu og
varð þungur að snjóum og þó hægur að veðrum og
frostalítill. 24. marz gerði afarmikið norðanveður og
varð þá tjón á sjó sunnanlands. Gerðist þá mikil ótíð
norðanlands og austan og um nokkurn hluta Vest-
fjarða, er hélst fram á sumar. Fénaður allur var víð-
ast á gjöf fram í byrjun maí, en víða norðanlands
og austan fram í júní. Iiomust menn þar í heyþröng
mikla, en björguðu fé sínu frá felli með korni og
öðrum fóðurbæti. Urðu fénaðarhöld þar víða slæm
og mikill lambadauði. Sunnanlands var vorið og fyrri
hluti sumars kalt og þurviðrasamt, lítill grasvöxtur,
og í Skaftafellssýslu varð mikið tjón af grasmaðki.
Pá er sláttur var þar að byrja gerði mikil votviðri
svo töður hröktust fram í miðjan ágúst. Varð allur
heyfengur þar með minna móti og eigi góður, og svo
var um Bprgarfjörð og á Snæfellsnesi. En annars-
staðar um Vesturland, Norðurland og Austurland var
(19)