Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Page 76
Apríl 20. Pjóðstefna, nýtt blað í Reykjavík, stofnað-
— 26.-29. Búnaðarnámsskeið haldið í Eydölum.
— 30. Hásetar á botnvörpuveiðaskipunum í Rvík
lögðu niður vinnu, og stóð verkfallið til 12. mai.
I þ. m. komu mislingar til landsins, er gengu um
mestan hluta lands.
Maí 18. Skipulagsskrá sjúkrasjóðsins »Vinaminning«
á Eyrarbakka, stofnfé kr. 525,45.
Júní 1. Prestvígðir Friðrik Jónasson og Jón Guðnason.
— 1. Þórarinn Kristjánsson ráðinn bæjarverkfræð-
ingur í Reykjavík.
— 7. Stefán Björnsson fríkirkjupr. kosinn prestur að
Hólmum.
— 17. Haraldur Níelsson kosinn rektor háskólans. —
ípróttasýning í Reykjavík.
— 19. Hátiðardagur kvenna haldinn í Rvík. Skiþúlags-
skrá sett fyrir Landsspítalasjóðinn og nam sjóður-
inn þá kr. 23729,09.
— 23. Aðalfundur Eimskipafélags íslands haldinn.
Júli 9. »Flóra« á leið frá Rvík til Siglufjarðar með
rúml. 100 farþega tekin af ensku skipi og flutt til
Englands. Farþegarnir lögðu af stað þaðan hingað
26. s. m. með »Goðafossi«.
Agúst 5. Hundrað ára afmæli Bókmentafélagsins minst
í Rvik. B. M. Ólsen prófessor stofnaði Afmælissjóð
fél. með 1000 krónum.
Sept. 10. Bibliufélagið hundrað ára.
— 17. Afarmikið brim á Sigluflrði, brotnuðu brygg-
ur, og tók út síldartunnur o. fl. Tjónið yflr 200000 kr.
— 30. Nýtt dagblað »Höfuðstaðurinn«, byrjaði að koma
út í Reykjavík, útg. P. P. Clementz.
í þ. m. stofnuðu farþegar á »Gullfossi« á leið til New
York »Framsóknarsjóð íslands«.
Okt. 6. Staðfest skipulagsskrá fyrir Ekkna- og munað-
arleysingjasjóð Patrekshrepps (eign kr. 1105,70)
og Tálknafjarðarhrepps (eign kr. 792.34).
— 18. Magnús Stephensen fyrv. landshöfðingi áttræður.
(22)