Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Page 92
hafði í Þýzkalandi siðan í ófriðarbyrjun, tekinn
fastur á írlandi, sakaður um margföld landráð.
Maí 31. og júni 1. Sjóorustan mikla í Norðursjónum,
skamt frá Jótlandssiðu. Pjóðverjar og Bretar missa
hvorir um sig fjölda skipa, stórra og smárra,
og fjölda manna. Þjóðverjar ílýja úr orustunni.
Júní 3. Rússar hefja mikla sókn á austurvígstöðvunum.
— 5. Brezka herskipið »Hampshire« rekst á tundur-
dufl norðan við Orkneyjar og ferst með nálega
allri áhöfn. Kitschener lávarður var á skipinu og
herforingja-ráðunautar lians, á leið til Rússlands,
og fórust þeir allir.
— 7. Pjóðverjar hefja sóknina miklu hjá Verdun. —
Li-Yuan-Hung verður lýðveldisforseti í Kína.
— 14. Rússum og Þjóðverjum lendir saman á sjó í
Eystrasalti. Rjóðv. missa eitt beitiskip og 2 minni.
— 17. Rússar taka borgina Czernowitch.
— 20. Rússar láta pað spyrjast, að þeir hafi tekið
um 200,000 fanga í síðustu sókn.
— 21. Ráðuneyti Skouloudis á Grikklandi segir af sér.
(Zaimis myndar ráðuneyti nokkrum dögum síðar).
— 26. Miklar óeirðir í Kína.
Júlí 3. Undirskrifaður mikilsverður milliríkjasamn-
ingur milli Rússa og Japana.
— 4. Bandamenn taka 13000 fanga á vesturvígstöðv-
unum. — Eldfjallið Stromboli tekur að gjósa.
— 7. Rússar segjast hafa tekið 250,000 fanga síðasta
mánuðinn.
— 9. Brezkum og austurrískum herskipum Iendir
saman í Adríahaíi. Bretar missa 2 skip. — Pýzka
neðansjávarkaupfarið »Deutschland« kemur til
Baltimore í Ameriku.
— 13. Frakkar og Bretar taka 23000 fanga á vestur-
vígstöðvunum.
— 26. Rússar taka borgina Erzingan af Tyrkjum.
— 27. Pjóðverjar taka af lifi Fryatt skipstjóra, fyrir
(38)