Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Page 108
Styrk til sýninganna veittu ýmist sveitafélögin eða
búnaðarfélög og var hanii pví nær eingöngu notaður
til verðlauna. Auk þess veitti. búnaðarfélag íslands
15 kr. hverri sveit, sem hélt sýning, og sýslusjóður
jafnmikið.
Sé tala sýnenda borin saman við tölu búenda, þá
hefir meira en helmingur búenda tekið þátt í sýn-
ingunum, 576 menn sýna 1225 lirúta í þremur sýsl-
um, sem ber gleðilegan vott um áhuga manna til að
bæta kynferði búpenings síns. I sumum sveitum
Rangárvalla- og Arnessýslu er líka full þörf á að
bæta kyn sauðfjárins.
Hrútunum var skift í 4 flokka. í fyrsta ílokki fengu
12 hrútar fyrstu verðlaun. Pvi næst voru verðlaun
í öðrum flokki 162, i þriðja flokki 235 og fjórða fl.
196. 263 hrútar töldust notandi og 354 óhæflr.
Jón H. Þorbergsson var eftirlitsmaður Búnaðarfé-
lags íslands við nefndar sýningar hér sunnanlands.
Hann segir svo um þær í Búnaðarritinu:
»Útlit er fyrir það, að þær nái tilgangi sínum, en
liann er sá:
að hvetja og styðja bændur til að vanda val fjárins;
að koma bændum betur í skilning um það, hvernig
féð á að vera;
að fá bændur til að verða samtaka og sammála um
það, hvernig féð skuli velja;
að koma bændum betur í skilning um það, hvernig
hrútana skal nota og hirða;
að koma á réttmætari verðmun á góðum og lélegum
hrútum;
að glæða almennan áhuga og þekking á kynbótum
fjárins og góðri meðferð;
að stuðla að þvi, að féð verði alt sem kostamest og
verðmest«.
Auk nefndra sýninga voru 11 sýningar á hrútum
norðanlands, sem Hallgr. Porbergsson hafði eftirlit
með fyrir Búnaðarfélagið. Og á Vesturlandi voru
(54)