Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Page 112
Eftir aldri skiftast hrossin þannig:
1913 Í9U
Fullorðin hross.... 30,062 0
Tryppi . . . 13,306 14,030 + 5°/»
Folöld . . . 3,760 3,074 -f- 18—
Fullorðnu hrossin hafa staðið í stað, en folöld
miklu færri. Sunnan- og vestanlands var þeim mjög
fækkað haustið áður.
Geitfé var talið 1913 925, en 1914 1018, svo því heíir
fjölgað um 93 eða 10°/o.
Heijskapur á öllu landinu var talinn árið 1914
698,000 hestar af töðu og 1,417,000 hestar af útheyi.
Eftir meðaltali í 5 ár (1909—13) skiftist þessi hey-
aíli þannig á fjórðunga landsins í þúsund hestburðum:
Taða Uthey
Suðurland. . . 242 554
Vesturland . . 148 294
Norðurland . . 208 414
Austurland . . 78 145
Hnsbyggring.
í Búnaðarritinu 30. ári 1. hefti er þess getið, að
Björn hreppstj. Guðmundsson á Örlygsstöðum hafi
bygt hús 10 álnir á breidd og lengd að innanmáli með
tvöföldum steinsteypuveggjum og torfþaki. Húsið er
ein hæð og kjallari undir. Kjallaraveggirnir eru ein-
faldir, 15 þml. á þykt, en húsveggirnir eru tvöfaldir.
Ytri veggurinn er 7 þml. á þykt, jarðbikaður að inn-
an, en innri veggurinn er 4 þml. á þykt og bilið milli
veggjanna 4 þml. Það var fylt með mómold. Innri og
ytri veggur eru steyptir saman við alla glugga og
gluggar tvöfaldir á vetrum.
Steinveggur 6 þml. þykkur er eftir öllu húsinu
miðju og hvíla á honum og hliðveggjunum þakbit-
arnir eða sperrurnar, en hallinn á þeim er sýnilega
alt of lítill, aðeins 1 þml. á alin, bæði er húsið ljót-
(58)