Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Page 117
i okt. hélt hann námskeið á ísafiröi, tóku þar 9 m.
próf. Frá miðjum nóv. til ársloka var hann við kenslu
i stýrimannaskólanum í Reykjavík, þar sem 50 inenn
tóku próf. Við námskeiðin voru haldnir 18 fyrirlestrar.
Annar ráðanautur Fiskifélagsins var alþm. Matthías
Olafsson. Hann ferðaðist bæði árin um mestal'Iand-
inu, til að leiðbeina mönnum í ýmsum efnum sem
snerti fiskiveiðar, og stofnaði deildir.
Árið 1916, 24. marz gerði ofsarok, sem gerði víða
skemdir. Mótorbátur frá Vatnsleysu fórst með 9 manns,
og 4 bátar úr Grindavík lentu í mestu hættu. Rokið
stóð af landi, svo ekki varð hugsað til annars en að
hleypa til hafs, en þá bar þar að þilskipið »Ester«,
sem var við fiskveiðar, skipstjóri Guðbjartur Ólafs-
son, og bjargaði þar 38 manns, fórst honum það svo
snildarlega, að enginn maður druknaði, var þó sjó-
gangur og rokið ógurlegt. Á líku svæði var mótor-
bátur frá ísafirði með 10 menn því nær sokkinn með
bilaða vél. Þessum mönnum bjargaði skipstjóri Guð-
diundur Jónsson á þilskipinu »Freyja«. Báðum þess-
Hm skipstjórum veitti Fiskifél. verðskulduð verðlaun.
Frá Stykkishólmi og 7 eyjum á Breiðafirði gengu
árið 1915 21 bátar til fiskveiða; þar af 1 mótorbátur,
U fjögramannaför og 9 sexróin. Á þau aflaðist þorskur
32,880, smáfiskur 76,800, ýsa 75,650 og annar fiskur 2,575.
Á Önundarfirði aflaðist yfir vorvertíðina 1916 á ÍS’
ftiótorbáta: Borskur 141,687, undirmálsfiskur 79,890,
ýsa 6,870, keila 1,708, steinbítur 11,170.
í Grindavík fiskaðist yfir vetrarvertíðina á 24 báta
áttróna með 10 manns á hverjum: Rorskur 146,486,
í’sa 36,196, ufsi 7,540, keila 8,280 og langa 201,166.
Á Fáskrúðsfirði fiskaðist á sumarvertíð á 6 mótor-
báta 1,370 skpd., 7 mótorb. 500 skpd., á 60 róðrarbáta
1,890 skpd. Á mótorbátunum voru 4 menn og róðrar-
bátunum 2 og 3 menn. Tr. G.
(63)