Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Síða 121
til Aisne-árinnar haustið 1914, og þar stöðvast bar-
dagarnir í skotgrafaviðureign. Frá þeim tíma liafa
vesturvígstöðvarnar verið samanhangandi skotgrafa-
keðja alla leið frá Norðursjónum og suður að landa-
mærum Svisslands. Pessi skotgrafakeðja, eða herlínan,
sem svo er kölluð, hefir legið nyrst um Flandern í
Belgíu, en síðan inn í Frakkland, hér um bil beint i
suður frá Nieuport í Belgíu til Soissons í Frakklandi,
eða í grend þar við, en beygir svo til austurs, til
Verdun, liggur i sveig um þá borg og aftur til suðurs
um hríð fyrir austan hana, en beygist þá aftur til
austurs, að landamærum; og fylgir þeim síðan að
miklu leyti. Á litlum kafla syðst hefir hún verið inni
í Elsass. Af þessu má sjá, að Pjóðverjar hafa haldið
nær allri Belgíu og stórri sneið af norðaustur-hér-
uðum Frakklands, en það eru rík héruð af ýmsum
náttúrugæðum, námum o. fl. — Þarna á vesturvíg-
vígstöðvunum hafa Englendingar frá upphafi ófriðar-
ins baríst með Frökkum. Englendingar höfðu litlum
landher á að skipa í fyrstu. Pá reyndu þeir að mynda
hann með tómum fríliðum, en það gekk ekki svo
greiðlega, sem nauðsynlegt þótti, og var þá lögleidd
herskylda í Englandi. Nú hafa þeir komið upp mil-
jónaher, og ljölda af hergagnasmiðjum um alt Eng-
land, en skip þeirra hafa í sífellu flutt nýjar og nýjar her-
sveitir og hergagnabirgðir yfir til Frakklands. Nú að
siðustu liafa þeir, ásamt þeim leifum, sem eftir eru
af her Belga, tekið að sér vígstöðvar bandamanna
norðan frá hafi og suður að St. Quentin. Pegar ó-
friðurinn hófst, gerðu Bretar Kitchener lávarð, áður
fulltrúa sinn í Egiftalandi, að hermálaráðherra, gaml-
an og reyndan hershöfðingja, irskan að kyni. En hann
fórst með herskipi í Norðursjónum á síðastl. ári. Sá
maður annar, sem mest hefir unnið að því, að skapa
hinn nýja, enska her, er Lloyd Georges. Hann var
fyrst skipaður yfir herútbúnaðinn við hlið Kitcheners,
varð síðan eftirmaður hans í hermálaráðherraem-
(67)