Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 124
Póllands, Warsjá, en síðan alt rússneska Pólland og
alla aðalvarnarlínu Rússa að vestanverðu, með kast-
alaborgunum Kowno, Grodno og Brest-Litovsk, og
Eystrasaltslöndin austur að Ríga. Lá herlínan annan
ófriðarveturinn paðan í suður og austur, meðfram
Dyna-fljóti, og svo hér um hil beint suður að landa-
mærum Rúmeníu, austan við borgirnar Wilnu og
Pinsk, Tarnópól og Tzernowilz, sem er höfuðborg
Búkówínu.
Pegar miðveldaherinn liafði komið sér pannig fyrir
á austurvígstöðvunum, sem nú hefir verið lýst, haust-
ið 1915, snýr hann sér suður á bóginn, til Balkan-
skagans, og má segja, að úr pví verði pungamiðja
ófriðarins par um hríð.
Snemma á árinu 1915 höfðu bandamenn, eða Eng-
lendingar og Frakkar, gert út flota til pess að brjót-
ast gegn um Dardanellasundið, og átti hann að taka
Konstantínópel, pví Tyrkir höfðu pá fyrir nokkru
lagt út í ófriðinn miðveldanna megin. Var árásum á
Dardanellavígin haldið áfram mánuð eftir mánuð
með afarmiklum tilkostnaði, og mikið herlið var sett
á land á Gallipoliskaga og á Asiuströndum, til pess
að sækja að vígjunum frá landi með stuðningi frá
herflotanum. En allar tilraunir i pá átt, að komast
pessa leið til Konstantínópel, mishepnuðust, og hafði
bandamönnum ekkert orðið par ágengt, er miðveldin
sneru her sínum suður á Balkan um haustið. En
viðureign bandamanna við Tjrrki í Miðjarðarhafinu
hafði leitt Ítalíu inn í ófriðinn, og skarst hún, sem
áður hafði verið i rikjasambandi við miðveldin, en
hlutlaus í ófriðnum alt til pessa, nú úr leik og sagði
Austurríki stríð á hendur snemma á sumri 1915. Var
hún eftir pað með í sókninni við Dardanellavigin.
En ófriðarsökin var talin vera tilkall til prætulanda
á landamærum Austurríkis og Ítalíu, bæði í Suður-
Tyról og upp frá botni Adríahafsins. Stefndu ítalir
miklu liði norður pangað, og hefir verið barist par
(70)