Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Side 125
á landamærunum síðan, nú í tvö ár, en með litlum
árangri.
Haustið 1915 voru miklar viðsjár í Balkanlöndun-
um. Reyndu bæði bandamenn og miðveldin að fá
þau í lið með sér, og að lokum fór svo, að Búlgaría
gekk í lið með miðveldunum. Regar þau héldu her
suður í Serbíu, sendi Búlgaría einnig her þangað, og
leið þá eigi á löngu áður miðveldin og Búlgaría
höíðu lagt undir sig alla Serbiu og Montenegró og
nokkurn hluta Albaníu. Bandamenn gáfu þá upp
sóknina á Dardanellavígin og fluttu her sinn burt af
Gallipoliskaga, en settu aftur mikinn her á land í
Saloniki i Grikklandi. Var það gert með samþykki
Venizelos, sem þá var forsætisráðherra Grikkja, þótt
hann að nafninu til mótmælti því sem hlutleysis-
broti, því hann hafði viljað að Grikkland færi í ó-
friðinn með bandamönnum undir cins, þegar Dar-
danellaárásin hófst, en Konstantín konungur hafði
aftekið það með öllu, og varð Venizelos út af þessu
að fara frá völdum. En síðan hafa bandamenn
þröngvað kosti Grikkja á margan hátt, setið með her
í landinu og tekið ráðin að miklu leyti af konungi
þeirra og stjórn. Hefir Venizelos setið i Salonikí í
skjóli bandamanna, sagt norðurhluta landsins undan
yfirráðum stjórnarinnar í Aþenu og jafnvel myndað
þar grískan her, sem barist hefir með bandamönn-
um. Og nú nýlega hefir Konstantín konungur orðið
að segja af sér og fara úr landi, en við konungdómi
hefir tekið næstelsti sonur hans, Alexander. Höfðu
þeir Pétur Serbakonungur og Nikíta konungur í
Montenegró flúið til Ítalíu, er þeir yfirgáfu ríki sín
haustið 1915, en Konstantín konungur kvað ætla að
setjast að í Sviss eða Danmörku. Yfirforingi alls hers
uiiðveldanna og sambandsmanna þeirra á Balkan hefir
Þýzki herhöfðinginn Mackensen verið, og er hann
einn þeirra herforingja, sem mest orð hefir farið af
i þessum ófriði. En frá því er Bandamannaherinn
(71)