Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Page 127
og Englendingar þá að snúast við óeirðum og upp-
reisn í Persíu, er Tyrkir og Pjóðverjar reru undir,
og sendu bæði Rússar og Englendingar hersveitir
inn í landið, er síðan hafa tekið þar höndum saman
og snúið sér gegn her Tyrkja þar eystra. Nú í ár
hafa Englendingar tekið Bagdad, og yfirleitt hefir
viðureigninni í Asíu hallað á Tyrki nú á síðkastið.
Ráðandi menn í Arabíu hafa risið upp á móti þeim
í skjóli Englendinga, og frá Egiftalandi hafa Englend-
ingar sótt fram með her austur á bóginn. Pjóðverjar
höfðu fullgert járnbraut frá Konstantínópel og austur
að Itagdad, og er það mikið mannvirki, en síðan átti
að halda henni áfram þaðan og suður að Persaflóa.
Þegar Serbía var tekin, höfðu miðveldin fengið óslilið
járnbrautarsamband alla leið frá Berlín og Wien
austur til Bagdad, og voru komnar á fastar áætlun-
arferðir um þá leið. En nú hafa þær samgöngur rask-
ast nokkuð við framsókn bandamannahersins í lönd-
um Tyrkja.
Sumarið 1916 var hafin hörð sókn af hálfu Rússa
á austurvígstöðvunum, sunnan við Pripetflóana, í hér-
aðinu Wolyníu, og þaðan suður úr að landamærum
Rúmeníu. Sótti þar fram ógrynni liðs og hafði Bru-
siloff hershöfðingi yfirstjórn þess, en hann var talinn
duglegur foringi og harður í horn að taka. I þeirri
hríð tóku Rússar aftur Búkówínu alla og færðu her-
línu sína töluvert vestur á við á svæðinu sunnan við
Prípetflóana. Voru orusturnar þarna mjög mann-
skæðar, og ætlun manna var það um eitt skeið, að
Rússar mundu rjúfa herlínu miðveldanna á þessu
svæði, en svo varð þó ekki til fullnustu. Framsókn
Rússa var stöðvuð, og síðan lijaðnaði viðureignin
smátt og smátt. En sókn Rússa þarna varð til þess,
að þeir gátu fengið Rúmeníu út í ófriðinn með sér.
Hún sagði Austurríki stríð á hendur og gerði kröfu
til austurhluta Ungverjalands, Siebenbyrgen, með þvi
að rbúarnir væru að þjóðerni rúmenskir, og ætlaði
(73)