Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 129
ekki taka í mál. Út af sigurvinningum miðveldanna
i Rúmeníu höfðu ýmsar aðfinningar gegn herstjórn-
arráðstöfunum bandamanna, sem lialdið var á lofti
í blöðum, fengið byr undir vængi, og varð þetta til
þess að stjórnarskiftu urðu um líkt leyti í öllum
höfuðríkjunum, Englandi, Frakklandi og Rússlandi,
og alstaðar höfðu skiftin orðið á þá leið, að þeir
komust til valdanna, sem ákafastir voru í ófriðar-
málunum. Fór þá svo, að eftir friðarumtalið varð
ófriðarhugurinn jafnvel enn magnaðri meðal hinna
ráðandi manna liernaðarþjóðanna en áðurhafði verið.
Hér á undan hefir verið rakin í stórum dráttum
viðureign heranna á landi hér í álfu og í næslu lönd-
um Asíu og Afríku. Rá er næst að minnast á stríðið
á hafinu. Herskip ófriðarþjóðanna hófu fyrst eltinga-
leik við verzlunarskip óvinanna og hertóku þau
eða söktu þeim hvar sem þau náðust. A þessu svæði
I Voru bandamenn miklu liðsterkari en hinir, og leit-
| Uðu verzlunarskip miðveldanna hafna hjá hlutlaus-
' um þjóðum sem mest þau gátu, svo sem í Banda-
Hkjunum, á Ítalíu og yfir höfuð um allan heim.
Nokkuð af herskipum áttu miðveldin, einkum Pýzka-
land, til og frá úti um höfin, þegar stríðið hófst, og
eyðilögðu þau eftir megni verzlunarskip bandamanna,
er þau komust í færi. Einkum var mikið talað um
Þýzka herskipið »Emden«, sem um tíma var á ferð
fram og aftur um Indlandsliaf og sökti þar fjölda
Verzlunarskipa. Bráðlega tókst þó flota bandamanna
að eyðileggja öll lierskip miðveldanna, sem voru i
ferðum úli um höfin. Nokkur hin síðustu náðust við
suðurodda Ameríku. Til varnar gegn herflotaárásum
voru strendur ófriðarlandanna girtar sprengiduílum
ú stórum svæðum. Svo var um allar strendur Þýzka-
lands og Englands við Norðursjó, sundin inn til
Eystrasalts, sundin frá Svartahafi til Miðjarðarhafs
°g strendur Miðjarðarhafsins og Eystrasalts á sum-
Utu stöðum. Gerðu þessi sprengidufl verzlunarleiðir
(75)