Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Síða 131
I
landshlutum bandamanna, sem peir hefðu í stríðinu
innan valdsvæðis síns, svo sem Belgíu, Norður-
Frakklandi, Póllandi og Ej'strasaltslöndunum. Einnig
skoruðu peir á hlutlaus ríki, að mótmæla pessum
viðskiftahöftum, með pví að peir töldu pau brot á
alpjóðarétti. En mótbárum peirra var ekki sint. B'anda-
1 rikin mótmæltu reyndar, en létu par við sit a, og
sættu sig við pær reglur, sem Englendingar settu. Pá
tóku Pjóðverjar pað til bragðs, að peir auglýstu 4.
febr. 1915, að hafnbann vært lagt á England frá 18.
s. mán. Höfin kringum Bretland og írland, par með
talið alt Ermarsund, væru frá peim tima ófriðar-
svæði og yrðu öll verzlunarskip bandamanna, sem
hittust á peim leiðum, eyðilögð, án pess að hægt
yrði ætíð að afstýra hættu fyrir skipshafnir og far-
pega. Skipum hlutlausra pjóða væri einnig hætta
búin á ófriðarsvæðinu, með pví að ýmisleg atvik
væru pví valdandi, að ekki væri ávalt hægt að gæta
I pess, að árásir, sem beint væri að skipum óvinanna,
lenti ekki einnig á hlutlausum skipum. Pessu hafn-
banni reyndu Pjóðverjar að fylgja fram með kaf-
bátahernaði, og hefir hann síðan orðið einn at aðal-
páttum pessa ófriðar. Bandamenn mótmæltu fastlega
kafbátahernaðinum og töldu hann óleyfilegan sam-
kvæmt alpjóðalögum, og hjá hlutlausum pjóðum
spurðist hann einnig illa fyrir. Einkum varð stjórn
1 Bandaríkjanna til pess, að mótmæla honum skarp-
lega, sérstaklega eftir að stórskipinu »Lusitania« var
sökt vestan við England snemma í maí 1915. Voru
lengi miklar deilur um pau mái, með pví að kafbát-
arnir voru ný hernaðartæki, sem ekki var áður gert
ráð fyrir í alpjóðareglum um sjóhernað og gátu ekki
úppfylt pau skilyrði ýmisleg um bjarganir skipshafna,
sem par voru sett. Bandamenn töldu kafbátahern-
aðinn brot á ölluin lögum og rétti í heiminum. En
Þjóðverjar töldu liann neyðarvörn, sem peir beittu
\ Vegna pess, að Englendingar hefðu í yfirdrotnun
(77)