Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Page 133
En Wilson forseti hafði, eins og áður segir, gert
mikið til þess að reyna að koma friði á um síðastl.
áramót. Reyndar er því svo varið, að Bandaríkin
gátu naumast heitið hlutlaus í ófriðnum fram tii
þessa, nema í orði kveðnu, þar sem þau höfðu alla
tíð frá byrjun ófriðarins birgt annan ófriðaraðilann,
■ þ. e. bandamenn, að voþnum, unnið þannig fyrir
liann og veitt honum stór fjárlán. En nú er það
ætlun Bandaríkjastjórnar, að koma á fót miklum
her, með almennri herskyldu, og senda hann til víg-
valianna hér í álfu, og er nú þegar fyrsta hersend-
ingin þaðan komin til vesturvígstöðvanna, og ílota-
deild að vestan er einnig komin til bandamanna
hérna megin hafsins. Litur út fyrir, að mikill hern-
aðarhugur sé nú í stjórn Bandaríkjanna.
Að austanverðu hafa jafnframt þessu gerst aðrir
stórviðburðir og eigi áhrifaminni fyrir hernaðinn,
en það er stjórnarbyltingin í Rússlandi. Um miðjan
I marzmánuð síðastl. ætlaði rússneska stjórnin að rjúfa
þingið og senda það heim. En það neitaði að hlýða,
hóf uppreisn, setti stjórnina af og rak keisarann frá
völdum. Nikulás keisari afsalaði sér og afkomendum
sínum keisaradómi mótstöðulaust, en lagði völdin í
hendur bróður sínum, sem útséð má þó heita um
nú orðið, að nokkru sinni taki við þeim, og var á-
kveðið af forgangsmönnum byltingarinnar, að almenn
atkvæðagreiðsla skyldi úr því skera, hvort Rússland
yrði framvegis keisaradæmi eða lýðveldi. Eftir því,
I sem næst verður komist nú, eru upptök byltingar-
innar þau, að mikils ráðandi menn innan rússnesku
stjórnarinnar hafi verið i samningum við Bjóðverja
um sérfrið, en mótstöðumenn þeirra hafa þá afráðið
byltinguna í samráði við sendilierra Englendinga.
Hefir þá ekki verið til þess liugsað, að hún yrði
eins róttæk og raun varð á, að eins átt að skifta um
fflenn í stjórninni og á keisarastóli í þeirri von, að
ófriðnum yrði haldið fram með meiri krafti eftir
(79)