Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Síða 136
inu, einkum til árása á England ööru hvoru. Pau
eru auðvitað afaróþægilegir gestir, en virðast þó ekki
vera beþþileg hernaðartæki, nema þau væru þá því
fleiri, og yrðu það dýrar herferðir, ef beita ætti
þeim í mjög stórum stíl. Stórorusturnar eru nú háð-
ar þannig, að þeir, sem fram ætla að sækja, láta
fyrst dynja stórskotahríð svo dægrum skiftiryfir það
svæði af vígstöðvum óvinanna, sem þeir ætla að taka.
Með þessari skothríð mylja þeir í sundur hinar
margþættu gaddavírsgirðingar, sem eru fremstar á
herlínunum, og eyðileggja einnig skotgrafir óvinanna
eftir megni. Að þessu búnu er fótgönguliðinu leikið
fram til þess að taka þær skotgrafir, sem eftir er
sótzt. Peir, sem verjast, nota gegn áhlaupunum
smærri fallbyssur og vélbyssur, sem í sífellu spú
skotum á óvinina, sem fram sækja. En komist þeir
niður í skotgrafirnar, er oft barist þar með byssu-
stingjum og jafnvel bareílum. Stórskotahríðin, sem á
undan áhlaupunum þarf að ganga, er geypidýr, en í
áhlaupunum er lííi mannanna mest hætta búin. Þeir,
sem fram sækja í þessum stórorustum, missa því
venjulega miklu fleiri menn en hinir, sem verjast.
Svo eiga þeir, sem verjast, aðra skotgrafalínu bak
við þá, sem tekin er, og geta hörfað þangað, en þar
er nýtt lið fyrir til varnar. Þurfa þá þeir, sem fram
sækja, að færa stórskotavélar sínar áfram og koma
þeim fyrir á nýjum stöðum, til þess að ná til næstu
skotgrafaraðar, og tekur þetta tíma. Af þessu má
nokkuð sjá, hve dýrt það er og seinlegt, að þoka
skotgrafaherlínunum aftur á bak, eða rjúfa þær, enda
sýnir viðureignin á vesturvígstöðvunum að svo rnuni
vera.
Hér á undan hefir ekki verið sagt frá liernaðinum
úti um nýlendurnar í öðrum heimsálfum, enda lieflr
hann verið smáræði hjá viðureigninni hér í álfu.
En Englendingar hafa ráðist á allar nýlendur Pjóð-
verja í Afríku og tekið þær, en í Austur-Asiu hafa
(82)