Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Qupperneq 138
Smásögur.
Sannleikurinn er sngna beztnr.
Arabahöfðinginn Abdel Kader skrifar í æfisögu sína
meðal annars pessa smásögu:
Faðir minn dó þegar eg var ungur, en móðir mín
var fátæk, svo hún átti erfitt með að uppala mig svo
vel, sem hún vildi, og iét mig pví fara út í ljeiminn
10 vetra gamlan, til pess að eg ynni fyrir mér sjálfur.
Pegar hún bjó mig út til ferðarinnar, gaf hún mér
50 smágullpeninga og saumaði pá innan í fóðrið á
treyjunni minni, meira gat hún ekki geiið mér af
peningum til ferðarinnar. En hún gaf mér pað ráð,
sem var margfalt meira virði en peningarnir. Pegar
eg kvaddi hana, sagði hún: »Gerðu pað fyrir inig,
elsku drengurinn minn, að segja œtið salt«, og pau
orð hefi eg munað alla æfi mína, og fyrir pau hefi
eg komist pað áfram, sem eg er nú.
Móðir mín kom mér i ferðamannalest sem ætlaði
til Bagdad. Daginn, sem ferðamannalestin fór af stað,
kvaddi móðir mín mig, las bænir yfir mér og minti
mig á loforð mitt að segja satt. Pegar samferðamenn
mínir höfðu farið nokkrar dagleiðir, kom Bedúina-
ræningjaflokkur móti okkur, svo fjölmennur, að flokks-
menn mínir álitu gagnslaust, að peir reyndu að verja
sig. Peir gáfust pví upp án vopnaviðskifta og pökk-
uðu fyrir að fá að halda lífinu.
Einn af ræningjunum kom til mín og spurði hvort
eg hefði peninga. Eg svaraði: »Já, eg liefi SOgullpen-
inga saumaða inn i treyjuna mína«. Hann hélt, að eg
væri að gabba sig, pví ef eg liefði peninga, mundi eg
eins og aðrir reyna að leyna peim; hann gekk pví
reiður frá mér. — Litlu seinna kom ræningjaforing-
inn og spurði mig grimmdarlega, livort eg hefði pen-
inga, en eg svaraði pví sama, að eg hefði 50 gullpen-
(84)