Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Page 141
en að hafa umsjón með slíkri borg sem Peking er.
Jafnvel sjálfur keisarinn hefir komið auga á óregluna
sem þú átt að koma í veg fyrir. Hann hefir séð þorp-
ara sem ganga hattlausir, og pað úti í rigningunni.
Eg veiti pér frest til kvölds, til pess pú getir látið mig
vita, hve margir eru af pví tægi í Peking.
Wó-Túng barði enni þrisvar í gólfið. Og á svip-
stundu kallaði hin stóra Gong-Gong alla lögreglu-
mennina saman.
»Dýrin ykkar, sem ekki eruð einu sinni boðlegir í
liundafæðu. Helmingurinn af ykkur skal hengjast,
hinn helmingurinn skal steikjast á glóandi kolum. —
Hvernig rækið pið eftirlitið í borginni. Hér kvað vera
fólk, sem gengur höfuðfatslaust i borginni. Að klukku-
tíma liðnum vil eg, að þeir séu allir hér komnir —
hver einasti sem gengur hattlaus«.
Lögreglumennirnir flýttu sér út. Og næstu stund-
ina voru mannaveiðar háðar á götum Pekingborgar.
Allir sem gengu liattlausir voru veiddir eins og rott-
ur í gildru. Á tilsettum tíma voru þeir allir í garði
fangelsisins.
»Hvað eru þeir margir?« spurði Wó-Túng.
»20,871«, svöruðu lögreglumennirnir.
»Höggvið af þeim höfuðin«, skipaði Wó-Túng, og
litlu síðar lágu 20,871 höfuðlausir Kínverjar í garð-
inum.
Wó-Túng fór á fund Píng-Han-Hí. — Píng-Han-Hí
lét boða komu sína til Kóv-Te-Wong. — Kóv-Te-Wong
flutti fregnina til Tsíng-Tsúng-Tsang.
Pað varð kvöld. Pað hætti að rigna, og vindblær-
inn hristi daggardropana af trjánum, svo þeir skinu
eins og gimsteinar i geislum kvöldsólarinnar.
Sonur himinsins, Lí-Tsí-Hó, keisarinn i hinu mikla
og voldugasta ríki, stóð út við gluggann og dáðist að
hinu fagra útsýni. En af pví að liann var góður og
ungur, pá gleymdi hann ekki hinum 'bágstöddu.
»Heyrðu«, . sagði hann við Tsíng-Tsúng-Tsang,
(87)