Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 143
þrungin ský. Þéttur gróðurfeldur þakti yíirborð jarð-
arinnar og þar varð aragrúi manna, dýra og fugla.
Og til þess að allar lifandi verur skyldu æxlast,
skapaði Visjnu ástina og mælti jafnframt svo fyrir,
að hún skyldi vera æðsta sæla lífsins.
Þá kallaði Brahma á hann og mælti:
»Lofaðu nú mönnunum sjálfum að flétta þræði lífs-
ins að eigin vild«.
Visjnu hlýddi skipun Brahma og mennirnir réðu
nú sjálfir gerðum sínum. Sorg og gleði skiftust á hjá
þeim og vakti það undrun þeirra, að lífið skyldi ekki
vera eintóm sæla.
Þá gengu þeir fram fyrir hásæti Visjnu og kvörtuðu:
»Sorgin er of þungbær, herra!«
En guðinn svaraði:
»Ástin skal veita ykkur þrótt til þess að bera hana«,
Og þegar mennirnir heyrðu þetta- varð þeim hug-
hægra. Þeir gengu á burt og fundu það, að ástin
skapaði þeim hamingju, sem var allri gleði lífsins æðri.
En ástin er jafnframt móðir lífsins, og þótt ríki
Visjnu væri víðlent, kom þó að þvi, að ávextir skóg-
anna og hunang býflugnanna gat eigi lengur satt
allan hinn ótölulega manngrúa. Þá urðu hinir vitr-
ustu menn til þess að yrkja jörðina. Þeir sáðu og
uppskáru og á þann hátt skapaðist vinnan. Og brátt
rak að því, að allir urðu að hjálpa til þess að vinna
fyrir daglegu fæði og að lokum varð vinnan ekkt
undirstaða lífsins, heldur lííið sjálft, ef svo mætti segja.
En vinnunni fylgir þreyta og hún ól deyfð ogdugleysi.
Og aftur gengu menn fram fyrir hásæti Visjnu og
kvörtuðu:
»Ó, herra! Vinnan hefir gert heila vora sljóa og
líkami vora þróttlausa. Veittu oss hvíld, því lifið
krefst alt af af oss aukinnar vinnu«.
Og Visjnu bænheyrði þá og skóp svefninn. Menn-
irnir tóku þessari nýju náðargjöf með fögnuði og
þeir sáu brátt, að hún var hin fegursta og bezta gjöf
(89)