Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 149
voru brendir eftir langt málavastur á sumardaginn
fyrsta (10. maí). Tilefnið var »djöllaaðsóknin« að sr.
Jóni »J>umlung«, sem lýst er í Píslarsögu hans. Systir
yngra Jóns og dóttir hins eldra, Puríður að nafni,
komst með naumindum hjá bálinu. Magnús Magnús-
son (annálshöfundurinn) dæmdi dóminn.
1G67 var brendur á alþingi Pórarinn Halldórsson.
Hann var vestan frá ísafjarðardjúpi, talinn illa ræmd-
ur landflakkari, og sakaður um dauða tveggja
manna.
1669 voru tveir menn brendir í Barðastrandarsýslu
fyrir galdraglettingar við Helgu Halldórsdóttur, konu
sr. Páls Björnssonar í Selárdal. Peir liétu Jón Leifs-
son og Erlendur Eyjólfsson. Petta voru fyrstu menn-
irnir, sem brendir voru vegna Helgu pessarar, en
fleiri fóru á eftir.
1671. Sigurðnr nokkur Jónsson að vestan brendur á
alpingi 6. júlí.
1674. Brendur á alpingi (3. júlí) Pdll Oddsson af
Vátnsnesi í Húnavatnssýslu. Sýslumaður í Húnavatns-
sýslu var pá Guðbrandur Arngrím’sson lærða, en
Guðbr. hafði lært undir skóla hjá sr. Páli i Selárdal.
Var petta galdramál eitt af fyrstu embættisverkum
hans. Mælt er, að Guðbrandur hafi tekið Pál til gæzlu
heima hjá sér og haldið hann heilan vetur. Hafi Páll
pá komið sér betur við Ragnheiði konu hans, en
hann sjálfan. Um vorið, pegar sýslumaður reið til
pings með Pál, á hann að hafa orðið að lofa konu
sinni pvi, að koma með hann aftur, heilan á húfi.
Þetta fór pó öðru vísi. Mælt er, að Páll hafi rekið
hausinn út úr reyknum, pegar hann var kominn á
bálköstinn, komið auga á sýslumann og kallað til
hans: »Eg bið að heilsa Ragnheiði og barninm. Barn-
ið, sem hann átti við, var Þorlákur Guðbrandsson
sýslumaður, sá er ort hefir fyrri hlutann af Úlfars-
rímum. Lá pað orð á, að hann mundi hafa verið
sonur Páls. Ekkert annað barn áttu pau hjón. — Guð-
(95)