Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Page 154
Ýniislegt.
Kaffið.
Árið 1534 kom kafílð fyrst til Miklagarðs. Tyrkjum
þótti það strax góður drykkur, og keyþtu talsvert af
því. Hálfri öld siðar fluttist kaffið til Venedig, og svo
þaðan til flestra landa í Evrópu síðasta liluta sextándu
aldarinnar. Var kaffið þá mjög dýrt, og þótti mesta
óhóf að neyta þess.
Á miðri 17. öld byrjuðu Hollendingar að rækta
kaffi-plöntuna á eyjum, sem þeir áttu í Austindium,
einkum Java, en þar óx kaffiplantan svo vel, að stór
svæði voru tekin til kaffiyrkju, svo að verðið á kaif-
inu lækkaði talsvert.
1782 var fyrsta kaffitré-stönglinum stungið niður í
jörð í Brazilíu við höfuðborgina Rio Janeiró. Bar
bjó ríkur maður, sem hafði komið sér upp skemti-
garði, og liafði gaman af að fá sér ýmsar plöntur, og
reyna, hvort þær gætu þrifist í sínum garði. Pá voru
mest innfæddir menn þar, en tiltölulega fáir hvitir
menn, flestir frá Portúgal, sem höfðu herjað á landið
og lagt það og þjóðina undir sig. Peir veittu nefndri
kaffiplöntu enga eftirtekt, því þeir voru ekki að hugsa
um að yrkja landið, heldur reita það að gimsteinum,
sem þá fanst mikið af í Brazilíu.
Pegar menn sáu, hve viljug kaffiplantan var að vaxa
í nefndum skemtigarði, fóru ýmsir að planta hana
hjá séi^, og höfðu til þess aðkeypta þræla, svo að vinn-
an var ekki dýr. En þeir, sem gráðugastir voru í
gimsteinaleitina, hæddu kaifiyrkjumennina fyrir vit-
leysuna að eyða vinnukrafli frá gimsteinavinnunni
í kaffiplöntur, sem aldrei yrðu að gagni. En svo fóru
leikar, að gimsteinaleitirnar hættu, en kaffið efldist
svo, að nú er flutt frá Brazilíu helmingur af öllu því
kaffi, sem brúkað er í heiminum, og Brazilía fyrir
það ríkasta land í heimi.
(100)