Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 157
er sá ilmur af lifandi blómum, heldur er allur þessi
margbreytti ilmur dreginn út úr hinni illa lj'ktandi
og ópokkalegu kolljöru.
Fyrstu árin var koltjaran ekki of dýr til að brenna
henni, en síðan þessi mörgu og dýrmætu efni fund-
ust í henni, er hún of dýr til brenslu, en væri hún
notuð til þess, þá gefur hún frá sér mikinn hita.
Sprengiefni hefir einnig fundist í koitjörunni, en
er til þessa tíma lítið notað. Tr. G.
Beiuliákarlinn.
Eg hefi oft farið kringum ísland og aldrei séð bein-
hákarl, nema fram undan Látrabjargi, Breiðaíirði og
Snæfellsnesi. En frétt hefi eg, að beinhákarl hafi náðst
fyrir mörgum árum út af Siglunesi við Eyjafjörð.
Pegar gott er veður, liggur beinhákarlinn í síldar-
átu í vatnsskorpunni og veifar bakugganum; hann er
stór og sést nokkuð langt til.
Mig hefir oft langað til að sjá beinhákarl, en nú sá
eg hann fyrst næstliðið sumar, og só, að hann var
alt öðru vísi en eg hafði hugsað hann væri, og sama
munu fleiri gera, og því vil eg segja hér nokkur orð
um hann.
Skipstjóri Geir Sigurðsson í Rvík hefir allmörg ár
stundað síldarveiðar til fiskbeitu með reknetjum og
veitt sildina á hverju sumri vestur af Snæfellsjökli.
Næstl. sumar bar svo við, að þegar farið var að
draga netin, þóttu þau með þyngsta móti, og sást þá
bráðlega að stórfiskur — sem skipverjar fyrst héldu,
að væri smáhvalur — hafði tvíbrugðið dráttartaug-
inni um styrtluna eða framan við sporðinn. Skip-
stjóri setti svo járntaug við sporðinn og festi svo
fiskinn við skipið, sem nú sást, að var beinhákarl.
Þegar búið var að draga netin, var haldið til Rvíkur
og hákarlinn dreginn aftur á bak, en þrátt fyrir það
(103)