Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Page 167
Tíu lagaboðorð giftra kvenna,
“ sem sagt er, að Carmen Sylua Rúmeniudrotning haíi samið.
1. Ekki skaltu vera orsök til fyrsta ósamlyndis ykk-
ar hjónanna, en byrji hann, skaltu verja málstað þinn
duglega. Pað hefir vanalega góðar afleiðingar að vinna
fyrsta sigurinn.
2. Hafðu það hugfast, að þú giftist manni, en ekki
guði, og verður því að taka vægilega á brestum lians. -
3. Vertu ekki alt af að nauða um þeninga við mann-
inn þinn; reyndu að komast af með það, sem hann
með góðu lætur þig fá.
4. Ef þér finst maður þinn vera kaldlyndur, þá
gefðu honum daglega vel tilbúirin mat með blíðu, og
þá muntu hitta hjartastrengi hans.
5. Einstöku sinnum skaltu lofa manni þínum að
hafa síðasta orðið, það gleður hann, en skaðar þig ekki.
6. Þó þú eigir annríkt daglega, skaltu samt líta í
blöð og bækur. Pað gleður mann þinn að geta talað
við þig um almenn málefni, en ekki sífelt búhnauk
og matarskraf.
7. Vertu ekki frekjufull við manninn þinn, mundu
eftir því, að sú var tiðin, að þú settir hann að gæð-
um og kostum uþp fyrir alla aðra menn.
8. ViðurkenduJ við tækifæri einstöku sinnum, að
maður þinn hafi rétt, og að þú sért sjálf ekki full-
komlega óskeikul.
9. Sé maður þinn hæfileikamaður, skaltu vera
honum vinur. En sé hann það ekki, þá skaltu vera
honum vinur og ráðgjafi.
10. Pú skalt virða skyldmenni manns þíns, einkum
móður hans; húnjælskaði hann löngu fyr en þú.
(113)
8