Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Page 168
Uppfundningar.
I’eirra lielztn var getið í Almanakinu f'yrir 1917,
skal liér nokkrn við Iiætt.
1. Aðdrállavciflið fann Galilei árið 1590.
2. Aluminiam fann Wöhler 1827, en gagnlega notkun
pess byrjaði Deville 1854.
3. Að bakleríur væri orsök til sjúkdóma fann Pasteur
1878 og Kock 1885.
4. Blýantar úr grafit voru fyrst fundnir og notaðir
í Englandi 1665.
5. Bri/r ár sleyptu járni bygðu fyrstir Vilkinson og
Darnley 1773—1779.
6. Bi/ssa með bjóllás uppfundin í Nurnberg 1517,
með tinnulás í Frakklandi 1630, með bakhlaðning
af Chaumette 1751, marghleypt skammbyssa (Re-
voiver) var uppfundin í Ameriku af Colt 1830.
7. Clóróform. Verkanir þess fann fyrstur Guthrie 1831.
8. Eldspýtur með fosfor uppfann Kammer 1830, en
án fosfor Bottger 1848.
9. Fiskiklak. Að ná fullvöxnum hrognum óskemdum
úr ýmsum fiskum, og klekja peim út, fann fyrst
þýzkur maður, Jakob Detmold 1750.
10. Gasljós. Fyrst notað af Lord Dundsnald á búgarði
hans í Englandi 1786, en til götuljósa í London 1814.
11. Gler uppfundið af Caqueray árið 1330.
12. Gleraugu fann upp Salvino Armati í Florenz 1317.
13. Gultaperka fyrst flutt frá Ameríku til Engl. 1830.
14. Heftavél uppfann Murray 1814.
15. Hitamœlir (Termometer) uppfann Drebbel 1605.
16. Jarðepli fluttust fyrst til Evrópu eftir að lýðveldið
Perú i Suður-Ameríku var sigrað 1560—70. —
1584 komu þau fyrst til írlands. ,
17. Isvél. Tilbúning af ís með eter fann fyrst Harri-
son 1855, með ammoniaki Carre 1863 og með
þyntu lofti Kirk 1864.
(114)