Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Page 6
6 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004
Helgarblað DV
FRÉTT VIKUNNAR
Skipun þjóð-
leikhús-
stjóra
„Skipun
þjóðleik-
hússjóra
er frétt vik-
unnar. Ég
var spenntur
fyrir því enda
einn umsækjenda.
Ég er mjög sáttur við Tinnu í
þessu starfi og tel þetta hreint
ekki pólitíska ráðningu.“
HaJlur Helgason leikstjórí.
Beach Boys til landsins
„Örugglega þetta kennara-
verkfall. Það hefur áhrif á svo
marga. Nei, ég
stend ekki
með kenn-
urum í
þessu. Fá-
ránlegt frá
A til Ö. Og
Beach Boys
á leiðinni til
landsins. Það
er kannski meiri
frétt. Ég er mjög sáttur við að
þeir séu að koma til landsins
og ætla að tryggja mér miða í
stúkunni."
Stjáni stuð, tónlistar- og út-
varpsmaður.
Vatnsveðrið á Ólafsfirði
„Ég er nú búinn að vera á
bólakafi í vinnu og hef lítið
sem ekkert náð að
fylgjast með
fréttum í
vikunni. Ég
heyrði þó
af stelp-
unni í
þættinum
hjá Sirrý
sem eignast
barn en vissi
fyrst af því að hún væri ólétt
15 mínútum fyrir fæðinguna.
Mér finnst 15 mínútur nú ekki
mikið þegar menn eru að
eignast börn 16 árum eftir
getnað. Svo heyrði maður auð-
vitað af vatnsveðrinu á Ólafs-
fírði. Annars er ég bara á fullu
í smíðavinnu og að leika í
Fame þar á milli."
Gunnar Jónsson, smiðurog
leikari.
Flugleiðir nota lén
lceland Express
„Mér fannst nú skemmti-
lega skringileg
fréttin um að
lénið
Icelandex-
press.org
leiddi
mann inn
á heimasíðu
Icelandairí
Bretlandi. Ann-
ars er maður nú bara búinn að
strjúka kviðinn alla vikuna því
samkvæmt frétt frá Sirrý í Fólk
er víst hægt að vera ófrískur án
þess að vita nokkuð af því."
Snæfríður Ingadóttir, rit-
stjóri Iceland Express Inflight
Magazine.
Ráðning þjóðleikhús-
stjóra
„Mér finnst ráðning þjóð-
leikhússtjóra mjög athyglis-
verð. Ég er svona
hvorki né
sáttur með
hana, enda
hefði ég
viljað sjá
einhvern
sem hefði
breytt aðeins
meiru heldur en
Tinna hefur talað um. Annars
verður mjög spennandi að sjá
hvernig þetta þróast."
Atli Þór Albertsson, leiklist-
arnemi.
Menntamálaráðherra skipaði Tínnu Gunnlaugsdóttur leikkonu í starf þjóðleikhús-
stjóra á fimmtudag. Hún tekur við starfinu þann 1. janúar 2005 og verður við und-
irbúning á verkefnum leikhússins frá 1. september þegar Stefán Baldursson lætur
af störfum. Hefst þá formlega ferill hennar í þessu erfiða og krefjandi starfi.
Hvaða stefnu tekur
nýp þjoúleikhússtjóri?
Ákvörðun menntamálaráðherra
kom fáum á óvart. Tinna lýsti því yfir
fyrir mörgum mánuðum að hún
hyggðist sækja um starfið og setti
þar með í gang þá atburðarás sem
nú er til lykta leidd. Fæstir trúðu því
reyndar að Stefán Baldursson vildi
halda áfram í starfinu, en yfirlýsing
Tinnu gerði það að verkum að starf-
ið var auglýst og vonir manna stóðu
til að þá væri breytinga að vænta í
starfi Þjóðleikhússins.
Hvað er nýtt?
Með ráðningu Tinnu er brotið
blað: kona sest í fyrsta sinn í sæti
þjóðleikhússtjóra og þó að konur
hafi áður gegnt störfum leikhús-
stjóra hér á landi, bæði hjá LR og fyr-
ir norðan, verður að fagna þessum
tímamótum.
Þá telst það til tíðinda að ráð-
herra tekur Tinnu fram fyrir hóp
reyndra leikhúsmanna af þeirri kyn-
slóð sem ráðið hefur miklu í leikhús-
málum hér á landi um áratugaskeið:
Stefán, Þórhildur, Kjartan og Helga
Hjörvar tilheyra öll þeim hóp. Ráð-
herrann hefur leitt yngri og fýrir-
ferðarmikinn hóp til ábyrgðar í leik-
húsinu með vali á Tinnu.
Þá er í þriðja lagi tíðindi við þessa
skipan að ráðherra ræður innan-
hússmann og má því vænta að hann
hafi talið það styrk að viðkomandi
væri öllum hnútum kunnugur innan
hússins. Það er álitcimál hvort það er
starfsemi Þjóðleikhússins hollast, en
Tinna mun hafa lagt fram ítarlega
greinargerð með umsókn sinni. Hef-
ur DV farið þess á leit við Tinnu að
hún birti greinargerð sína opinber-
lega og standa vonir til að það gangi
eftir.
Hverjir eru kostir hennar?
Tinna hefur alla tíð verið heldur
fálát stúlka, en hefur tamið sér kurt-
eislegt og elskulegt fas. Hún er stillt í
framgöngu, er þrautþjálfaður flytj-
andi og hefur staðið sig vel í fylking-
arbrjósti íslenskra listamanna. Hún
er komin úr starfi þar sem hörð sam-
keppni ríkir jafnan, hlutverkafram-
boð leikkvenna er minna en karla,
en það fer gott orð af henni sem
starfsmanni. Hún þykir nákvæm og
áhugasöm í samstarfi, fylgin sér og
veit hvað hún vill.
Hvað vill hún?
Færri þekkja til hvert hún vill
stefna Þjóðleikhúsinu. Er nokkur
þörf á því að sú ágæta stofnun gangi
til endurmats á aðferðum og mark-
miðum, skoði hlutverk og skyldur við
þessi tímamót. Verður sú krafa nokk-
uð þung á Tinnu að hún marki sér í
mörgum efnum sína stefnu sem skilji
sig með Ijósum og opinberum hætú
frá störfum fyrirrennara hennar.
Verður í þeim efnum litið til verk-
efnavals, vinnuhátta innan hússins,
hvaða steftiu hún kýs í upplýsinga-
málum innan hússins, hvað hún
treystir sér að skipuleggja starflð op-
inberlega til langs tíma. Þá liggur
mörgum á hjarta sú ósk að hún
stækki hóp ráðgjafa og nánustu
samstarfsmanna mikið frá því sem
verið hefur.
Endurbætur
Tinna hefur þegar lýst yfir að hún
vilji að tekið verði til við endurbætur
á Þjóðleikhúsbyggingunni sem em
brýnar á ytra byrði. Þá hefur hún
nefnt vilja sinn til að endurskoða að-
stöðu minni sviða sem var hróflað
upp í húsnæði sem hentar illa. Er
það rétt stefnumið og þarft.
En byggingarmál em varla meg-
inatriði á borði þjóðleikhússtjóra.
Það er verkefni yfirmanns hennar og
fjármálaráðuneytis. Það er hárrétt
hjá Tinnu að meginverkefni hennar
er listræn stjórnun. Það er þess
brýnna að vel takist til hjá henni frá
upphafi, hún var valin úr stórum hóp
reyndra og metnaðarfullra lista-
manna.
Það er full ástæða til að óska
Tinnu Gunnlaugsdóttur til ham-
ingju með það starf sem hún hefur
nú tekist á hendur, óska henni gæfu
og góðs gengis á þeim missemm
sem í hönd fara.
Páll Baldvin Baldvinsson
Róbert Douglas nýkominn heim eftir velheppnaða ferð á kvikmyndahátíðina í Toronto
Mjóddin vinsæl í Kanada
„Ég er bara nýkominn heim frá
Toronto og er ekkert farinn að vinna
í þessu, en það er rétt að ég hef ekki
enn náð að selja myndina," segir
Róbert Douglas kvikmyndaleikstjóri
um nýjustu mynd sína, heimildar-
myndina Slá í gegn: Mjóddin (Small
Mall). Að sögn Róberts fékk myndin
fi'nar viðtökur á kvikmyndahátíðinni
í Toronto, var tekin í söluumboð af
þekktum aðilum og
var sýnd á almennum
sýningum tvisvar fyrir
fullu húsi. Hann segir
að margir hafi orðið frá
að hverfa á annarri
sýningunni og hafi fólk
staðið upp og klappað
að sýningu lokinni.
„Ég hef farið út
með báðar fyrri myndir mínar og
hélt fyrir fram að þessi væri mest
„íslensk" en hún féll samt vel í
kramið, það var hlegið á sömu stöð-
um og heima."
Þrátt fyrir þessa velheppnuðu för
hefur Róberti ekki enn tekist að
koma myndinni til íslensks almenn-
ings. Slá í gegn: Mjóddin hefur bara
verið sýnd á tveimur sýningum í
Regnboganum. Hann segist fyrst og
fremst vilja koma henni í sjónvarp.
„Sjónvarpið hefur ekki viljað
kaupa hana og Stöð 2 hefur ekki
einu sinni viljað horfa á hana, ég veit
ekki hvort það á eftir að breytast
núna en ég fer að vinna í því fljót-
lega," segir Róbert.
Róbert hefur annars í nógu að
snúast því þessa dagana er hann að
Small Mall Erlend
útgáfa afplakati
myndarinnar.
ljúka tökum á
Strákarnir
okkar, kvik-
mynd um
utandeildar-
félag í fótbolta þar
sem aUir leikmennirnir eru samkyn-
hneigðir. „Við lukum almennum
tökum fýrir tveimur vikum og eigum
bara eftir að taka upp upphafsatrið-
ið. Það verður tekið á KR-vellinum
klukkan 11 í fýrramálið og það er
ágætt að það komi fram því okkur
vantar nóg af fólki til að mæta og
leika áhorfendur," segir Róbert en
hann býst við að fmmsýna Strákarn-
ir okkar á fyrstu mánuðum næsta
árs.