Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Side 7
DfV Helgarblað LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 7 i Spennan magnast fyrir Prodigy Breska hljómsveitín The Prodigy heldur tónleika í Laug- ardalshöll 15. október næst- komandi eins og flestum ætti að vera kunnugt. Að sögn tón- leikahaldara fór miðasala vel af stað í vikunni, á milli 2-3 þús- und miðar seldust. Þetta þarf þó ekki að koma á óvart því Prodigy hefur alltaf verið afar vinsæl hérlendis. Sveitín hefur komið tvisvar hingað til lands tíl tónleikahalds, íyrst 1994 og svo aftur 1998. Prodigy var að senda frá sér nýja plötu og mun leika lög af henni í bland viö gamla slagara á borð við Firestarter, Poison, Smack My Bitch Up og Breathe. Hljóm- sveitin hefur alltaf verið þekkt fyrir að vera frábær á tónleikum og mun hún væntanlega ekki svíkja okkur að þessu sinni. Miðar í stúku kosta 5.500 en í stæði 3.900 krónur. Miðasala er á Nestisstöðvum Esso. lojoí jolaskapi Götutónlistar maðurinn og nú- tímahippinn Jojo er þessa dagana að mestu lokaður inni í stúdíói þar sem hann tekur upp jólalag sem Vífilfell ætlar að gefa út á diski fyrir jólin. „Það var klæðskeri jólasveinsins sem kom að máli við mig og bað mig að gera þetta," segir Jojo um lagið sem hefur vinnuheitið Jólalag. Lag Jojos komst í fjórða sætíð á Rás 2 í kringum jólin í fyrra og stefnir hann að því að gera jafnvel enn bettir. Því hefur hann fengið til liðs við sig ein- valalið aðstoðarmanna. Með Jojo í stúdíóinu hafa verið þeir Gummi í Sálinni, Grétar Örvarsson, Guðmundur Steingrímsson (Papa Jazz), Halli úr Brimkló, Haffi tempó, Pálmi Sigurhjartarson og Hilmar Garðarsson. Útkomuna fá ís- lendingar að heyra þegar nær dregur jólum. Stones fyrirvestan Draugabarinn á Stokkseyri verður opnaður aftur í kvöld eft- ir stækkun. Af því tilefni bjóða staðarhaldarar til Rolling Stones-hátíðar að hætti Vestfirð- inga. Hljómsveitin Mae West verður með Rolling Stones-tón- leika og dansleik en hljómsveit- arstjórinn er Kristinn Níelsson, skólastjóri Tónlistarskóla Bol- ungarvíkur, og er hljómsveitin skipuð nemendum hans. Vemd- ari hátíðarinnar er Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður og mun hann trúlega taka lagið með hljómsveitinni. Hátíðin hefst kl. 23 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir en aðgangseyrir er þúsund krónur. Vildi verða rútubílstjóri „Þegar ég var að spá í þetta, um sex til tíu ára, var margt sem kom til greina. En við sjö ára ald- ur ætlaði ég mér að verða rútubfl- stjóri," segir Sigurður Þ. Ragnars- son veðurfræðingur sem er Hvað ætlaðir þú að verða? þekktur sem „Siggi stormur". Hann telur þó ólfldegt að hann hefði verið kallaður „Siggi rúta“ - það verði eiginlega að vera eitt- hvað „ss“ - Siggi stormur hefði kannski verið málið eftir sem áður, að hann hefði farið sem stormsveipur um landið þvert og endilangt á sinni rútu. „Ég sá það í miklum ljóma um nokkurt skeið. Það reyndar hætti fljótlega og ég veit ekki af hverju sá draumur dó. En ég hugsaði sem svo að það væri örugglega gaman að geta farið um landið á ftfllu kaupi. Forréttindi. Flestír verða að borga fyrir það himinháar upp- hæðir," segir Siggi stormur sem er á því að það hafi kitlað sig sem dreng að sitja við voldugt og stórt stýri. „En þetta náði nú ekki lengra en svo að ég hef ekki einu sinni meirapróf. Það lengsta sem ég hef komist í þeim efnum er að keyra sjömanna bfl. Það var fínt en ég fékk ekkert kaup fyrir það. Jú, og svo keyrði ég eitt sinn mjög lítinn slökkviliðsbfl - Emergency One. Pabbi var slökkviliðsstjóri en það kom ein- hvern veginn aldrei til að stefna að því að verða slökkviliðsmaður. En stórir bílar höfðuðu til mín, voru og eru tilkomumiklir." Siggi stormur Tekursig velútí rútunni. Það var ekki síst hið stóra og volduga stýri rútubíl- anna sem höfðaði mjög til Sigga þegar hann var snáði. Sigurður Þ. Ragnarsson sjö ára Þegar Siggi var lítill lét hann sig dreyma um að fara um landið á fullu kaupi. ég fcxf j 30 s*0ðrf jteskoðad bntnt ! ht. Í^Wrr. ' Margmiðlunarefni ' og áskrift að vefsvæðinu NemaNet í eina önn fylgir V bókinni. A ViíÞ*4' . '.'Sjúg Aðferð sem gengur upp LÆRuMAÐne,l,a m Nútíminn kiefst þess að fólk bæti sífellt við þekkingu sína, í skóla, á námskeiðum, í fjarnámi, með sjálfsnámi. Lærum að nema er heilsteypt námskerfi sem íjallar um þá þætti sem ráða úrshtum um árangur í námi. • Leslrarlíkan - markvisst ferli við nám • Glósugerð - hámarksnýting kennslusLunda og heimanáms • Tímasljómun - lykill að þvi að eiga slundum frí • Slreitu- og kvíðastjómun - sjálfsþekking og slökun Próf- undirbúningur og próftækni 221 Kynningarverð 2.990 kr. Fullt verð 3.490 kr. '•toASTJÓ hm iin'vvtí ýOOl( Mal og menning edda.is þS> NtW* HlíBSlA ,n«nlc8“'>5v' X^msta'tao °8® »vtótivs«n:'ea t n nehkavnatn ° n i stóV'd4*0* - milettótv Út htvyh ^ úðtíttí eVtó»Brik«ta”-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.