Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Qupperneq 19
I>V Helgarblað LAUGARDAGUR25. SEPTEMBER 2004 19 Barattan við dauðann og sorgina Bjartmar Jónasson lést í nóvember á síðasta ári, l tæplega sex ára gamall. Bjartmar greindist fyrst | með krabbamein þegar hann var tveggja ára, en náði bata eftir margar erfiðar meðferðir hér heima og í Svíþjóð. Hann lifði eðlilegu lífi laus við sjúkdóminn sem flestir töldu hann hafa sigrast endanlega á og hafði verið laus við öll einkenni í þrjú ár þegar hann veiktist skyndilega aftur í fyrrahaust. Eftir það hrakaði honum hratt og lést hann aðeins tveimur mánuðum síðar. „Við bjuggum í Bandarlkjunum þar sem við vorum við nám þegar hann greindist í fyrra skiptið," segir Rósa Guðbjartsdóttir sem bjó í Flór- ída ásamt eiginmanni sínum Jónasi Birni Sigurgeirssyni og sonum þeirra Sigurgeiri og Bjartmari, þar sem Bjartmar greindist með krabbamein í febrúar árið 2000. „Hann veiktist mjög skyndilega og við fórum með hann á sjúkrahús þar sem hann var greindur með alvarlegt krabbamein. Okkur var strax sagt að þetta væri komið á það alvarlegt stig að það borgaði sig fyrir okkur að fara heim til Islands sem fyrst. Við gerðum það og vorum komin upp í flugvél á leið heim þennan sama dag. Hann greindist með krabbamein sem talið er að sé meðfætt í börnum. Það greinist yfir- leitt innan tveggja ára aldurs. Þetta er kallað taugakímsæxh og það var búið að dreifa sér út um aQan lík- amann þegar það greindist. Upptök- in voru við nýrun og það hafði dreifst upp í höfuð, út í bein og eitla. Þessi tegund greinist oft seint, því meinið getur dulist lengi og er því mjög and- styggilegt að því leyti.“ Barðist eins og hetja Þegar heim var komið tóku við miklar og erflðar meðferðir sem Bjartmar stóð af sér eins og sönn hetja. Það þótti kraftaverki líkast hvernig þessi litli drengur barðist yfirvegaður við hræðilegan sjúkdóm sem lagði á hann óendanlegar kvalir og reynslu sem eru engu barni réttlát. „Við fórum strax með hann í meðferðir bæði hér heima og erlend- is. Hann fékk allar meðferðir sem tii eru í orðabókinni; þájameðferðir, skurðaðgerð, geislameðferð og stofnfrumuskipti. Hann fékk þær hörðustu meðferðir sem einstaklingi geta verið veittar, “ segir Rósa um litla drenginn sem háði hetjulega baráttu sem hann sigraði aðeins tveggja ára. Brostnar vonir „Þetta gekk allt saman mjög vel og um haustið finnst ekkert mein í honum lengur. Það var í rauninni algert kraftaverk,'1 segir Rósa sem tók þó batanum með miklum fyrirvara enda sjúkdómurinn skæður. Bjart- mar var undir eftirliti lækna á þriggja mánaða fresti eftir að hann var laus við sjúkdóminn. Hann braggaðist mjög vel, var orðinn hinn hressasti, eignaðist marga góða vini á leikskól- anum Hjalla og æfði knattspymu með Haukum í Hafnarfirði. Foreldr- ar hans voru farnir að lifa í góðri von um að sjúkdómurinn væri sigraður, þegar Bjartmar veiktist aftur. Ekkert hægt að gera „Hann byrjaði að fá mikla verki í brjóstholið í september í fyrra og fór þá strax í rannsókn sem leiddi í ljós að þetta var allt saman komið á fljúg- andi ferð aftur," segir Rósa þegar hún minnist reiðarslagsins sem skall yfir fjölskylduna þegar litli fallegi drengurinn þeirra var aftur kominn með sjúkdóminn hræðilega. „Meinið dreifðist um líkamann rétt eins og sprengja hefði sprungið - og við áttuðum okkur á að ekki yrði hægt að lækna hann nú,“ segir Rósa hugsi yfir þessum hræðilegu örlög- um sem lögð voru á litla drenginn og fjölskylduna sem studdi hann eins og mögulegt var í erfiðum veikindum. Síðustu dagana gekk allt út á að halda niðri verkjunum og fengu þau hjónin heimahjúkrun frá Barna- spítala Hringsins: „Okkur var það hjartans mál að hann fengi að eyða síðustu dögun- um hér heima, en hann lést svo 16. nóvember." Miðlar af reynslu sinni Rósa hefur gegnt starfi fram- kvæmdastjóra Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna í tæp fjögur ár. Hún er stað- ráðin í að halda starfi sínu áfram þar og berjast með börnum og foreldrum þeirra sem ganga í gegn- um þá skelfilegu reynslu sem hún þekkir svo vel af eigin raun. „Það tók mig langan tíma að jafna mig eftir að hann lauk fyrri meðferðinni. Ég var lengi í spennu- falli eftir það allt saman. Þegar svona tíðindi dynja á hrynur allt annað í kringum mann. Allt gengur út á veika barnið og að það nái bata, ekkert annað skiptir máh. Það tekur því tíma að jafria sig aftur," seg- ir Rósa sem sótti um framkvæmda- stjórastarfið rúmu hálfu ári eftir að Bjartmar lauk fyrri meðferðinni og var kominn á leikskóla. „Þegar starfið losnaði fann ég fyrir einhverri hvöt hjá mér til þess að fara að starfa á þessum vettvangi. Svo er ég búin að vera þar síðan. Ég hugsaði mig talsvert um hvort ég treysti mér tíl þess að vera í þessu áfram eftir að hann dó en ég ákvað að láta tímann aðeins vinna með þvl. Það var að sjálfsögðu mikill skilningur frá mínum vinnuveitend- um eftir að ég missti son minn sem sem syrgir son sinn hverja mínútu. „Maður á alltaf eftir að lifa með þessa reynslu, sorgarferlið er kannski endalaust, ég veit það ekki,“ segir Rósa hugsi en hún fær huggun út úr því að geta stutt þá foreldra sem eru á svipuðum stað og hún sjálf. „Það er mikilvægt að miðla reynslu sinni til annarra," segir Rósa. „Ég er búin að ganga í gegnum þetta allt, meðferð sem gengur mjög vel og svo meðferð sem gengur ekki og leiðir til dauða. Það er vonandi ein- hvers virði fyrir fólk að sjá að það er hægt að standa í fæturnar eftír svona hrikalegt áfall," bætir hún við. Tíu börn greinast á ári Á íslandi greinast að meðaltali tíu börn á ári með krabbamein. Þetta eru börn á aldrinum 0-18 ára. Styrktafé- lag krabbameinssjúkra bama er stórt félag með um 180 fjölskyldur skráðar í félagið. Fjölskyldumar er aðstand- endur bama sem fengið hafa krabba- mein, börn sem hafa lifað sjúk- dóminn af, böm sem berjast við sjúk- dóminn í dag og böm sem hafa látíst af hans völdum. Tilgangur félagsins er mjög margþættur. Einn mikilvæg- astí þáttur rekstursins er styrktar- sjóðurinn sem styður við fjölskyldur barna sem fá krabbamein. Eins og gefur að skilja verður mikil röskun á lífi íjölskyldna sem lenda í þessum hræðilegu örlögum sem hafa áhrif á heimilið eins og það leggur sig, ekki síst fjárhagslegan grunn þess. Þetta er svo ofboðslega mikið mál að fylgja barni í gegnum svona með- ferð. Heimilislífið flyst að stóm leytí á sjúkrahúsið og a.m.k. annað for- eldrið fylgir jafnan barni sínu í gegn- um sjúkrahússdvölina og meðferð- imar. Því er ómögulegt fyrir þann aðilann að stunda vinnu," útskýrir Rósa en það er mikið lagt á foreldra á íslandi sem eiga veik börn. Barátta fyrir réttlæti „Fólk er að lenda í miklum fjár- hagslegum örðugleikum vegna veik- inda barna sinna. Foreldrar ungra barna em oft mjög skuldsettir eins og eðlilegt er, oft nýbúnir að fjárfesta í fasteign og svo framvegis. Svo gerist eitthvað svona sem enginn á von á og þá getur ijárhagslegur grunnur fjöl- skyldunnar verið ansi fljótur að hrynja. Hér á landi er þetta svo ótrú- legt að fólk á rétt á 7-10 dögum vegna veikinda barna sinna. Foreldrar eiga þannig mjög h'tínn rétt, þótt börnin veikist svona alvarlega. Annars staðar á Norðurlöndunum geta foreldrarnir báðir hætt að vinna til þess að sinna svo veiku barni sínu og haldið kannski 80 prósentum af launum sínum í tvö ár. Þetta er eitthvað sem við viljum að verði lagað hér á landi," segir Rósa sem berst réttlátri baráttu fyrir fjölskyldur langveikra barna. Betra kerfi í Svíþjóð Rósa og Jónas, eiginmaður henn- ar, kynntust því þegar þau vom með Bjartmar í meðferð í Svíþjóð hversu réttíátara kerfið þar gagnvart for- eldrum langveikra bama. „Fólk sem stóð í sömu spomm og við átti ekki orð yfir stöðu okkar hér. Það em nokk- ur ár síðan eitt baráttumálið vannst sem sner- ist um umönnun- arbætur sem Tryggingastofnun greiðir nú. Það er svona aukakostn- aður við það að þurfa að halda tvö heimih - auka- barnapössun og svona ýmislegt sem fylgir því að vera með veikt barn,“ segir hún. „Svona félag sem ég vinn fyrir ættí ekki að þurfa að vera til. Það á að vera sjálfsagt mál að kerfið standi við bakið á fólki sem lendir í hremmingum sem þessum. Við eig- um ekki að þurfa að vera að kría út peninga af fyrirtækjum og einstak- lingum til þess að geta stutt við fólk í þessum aðstæðum. Þetta er það erf- iðasta sem fólk getur mögulega lent í - að eiga barn sem berst við hræði- legan og jafnvel hfshættulegan sjúk- dóm. Fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af fjármálum, vinnu og shku á sama tíma og það þarf að ganga í gegnum svona hræðilega reynslu með börnum sínum," segir Rósa full réttlætískenndar, sannfærð um að lagfæringar á þessu htla atriði í vel- ferðarkerfinu yrðu ekki kostnaðar- samar þar sem sá hópur innan þjóð- félagsins sem á þessu þarf að halda er til alJrar hamingju ekki mjög stór. „Við erum alltaf að bera okkur saman við Norðurlöndin en eigum langt í land að standa jafnfætís þeim í þessum efnum. Settar hafa verið á laggirnar nokkrar nefridir sem farið hafa yfir þessi mál en ekkert gerist.“ Rósa bendir á að fæðingarorlof á íslandi hafi verið lengt og nýbúið sé Meinið dreifðist um líkamann rétt eins og sprengja hefði sprungið - og við áttuðum okkur á að ekki yrði hægt að lækna hann nú. að koma á feðraorlofi til þess að gefa foreldrum kost á að vera heima hjá fullfrískum börnum. „Mér finnst það bara gott mál sem slíkt," segir hún. „Það er hins vegar mjög mikilvægt að kerfið geri ráð fyr- ir því að foreldrar þurfi að hugsa um mikið veik börn sín á sama hátt og gert er ráð fyrir því að þau hugsi um mjög ung böm sín. Þetta ættí að vera svohtíð í takt við fæðingarorlofið þannig að ríkið kæmi til og greiddi 80% af launum fólks á meðan á þessu stendur," segir Rósa um þetta helsta baráttumál samtaka sem starfa fyrir foreldra langveikra bama. Fjármagnað af einstaklingum og fyrirtækjum „Svona félag eins og okkar er algerlega rekið fyrir framlög fyrir- tækja og einstaklinga. Við höfum fengið htlar upphæðir af fjárlögum. Upphæðin var hækkuð nú síðast upp í eina mihjón, en var áður 3-400.000 krónur," segir Rósa en seg- ir ganga ágætlega að íjármagna starf- semina, enda skilningurinn mikill á málefninu á meðal einstaklinga og fyrirtækja almennt. „Við mætum mikilli velvild þeirra sem við leitum til. Grunnurinn að okkar tekjum kemur í gegnum styrkt- arlínur í félagsblað sem við gefum út tvisvar á ári og svo jólakorta- og minningarkortasölu. Einar Bárðar- son hefur líka haldið tónleika einu sinni á ári sem hafa gengið mjög vel.“ Auk Einars hefur Ólafur Magnús- son söngvari skipulagt tónleika líkt og hann gerði á jólum í fyrra. Hann hefur hug á því að gera það aftur í ár og KB banki hefur styrkt það framtak mjög rausnarlega. Rósa er þakklát þeim Einari og Ólafi og ber mikla virðingu fyrir þeim fyrir að taka það upp hjá sjálfum sér að berjast fyrir góðu mál- efni og leggja á sig mikla vinnu. „Það eru margir sem þekkja til krabbameinssjúklinga og skilja þannig hvað þetta er skelfilegur sjúk- dómur, ekki síst þegar hann verður ólæknanlegur. Að horfa upp á fólk tærast upp er engu lagi líkt. Þegar fólk fer að hugsa um börn sem fá þennan sjúkdóm er það enn skelfilegra, þetta á náttúrulega ekki að vera hægt, á ekki að vera til. Þetta er þvl mjög sér- stakt málefni," segir Rósa. Margþætt starfsemi félagsins Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna sinnir ýmsu öðru en að styrkja foreldra barnanna fjárhagslega. „Við starfrækjum líka alls kyns stuðningshópa, greiðum fyrir sál- fræðiaðstoð og endurhæfingu, auk þess sem við rekum hvfldarheimih austur í sveit þangað sem foreldrar geta farið með börnin sín til þess að hvfla sig á spítalavistinni. Bömin fá gerði mér þetta kleift," segir Rósa „Hann fór að fá mikla verki í brjóstholið í september í fyrra og fór þá strax í rannsókn sem leiddi í Ijós að þetta var allt saman komið á fljúg- andi ferð aftur/'segir Rósa þegar hún minnist reiðarslagsins sem dundi yfir fjölskylduna þegar litli fallegi drengurinn þeirra var aftur kominn með sjúkdóminn hræðilega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.