Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Qupperneq 33
32 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV E>V Helgarblað LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 33 Talan á hitamælinum er óþægilega nálægt þvi að vera orðin blá og fólk er farið að huga að jólunum. Þetta segir okkur að haustið er skollið á og vetur konungur er við það að taka völdin. Flestir íslendingar eru hættir að hugsa um garðinn sinn og njóta þess að liggja uppi í sófa í staðinn. DV heyrði i nokkrum þekktum íslendingum sem komnir eru í haustgírinn. og semjum tónlist Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Asta Ragnarsdóttir námsráðgjafi búa við sjávarsíðuna í Reykjavík og þau segjast bæði njóta haustsins veru- lega. „Reyndar njótum við allra árstíðabrigðanna, það er svo skemmtiiegt og gefandi að fara inn í nýtt ferli," segir Ásta. Þau segjast vera orðin ansi slípuð og samrýmd með árunum. „En á haustin geng ég jafnan tii tónstofu þegar færi gefst að stunda mínar tónsmíðar," segir Valgeir. „Út um gluggann þar sé ég renna saman haf og himinn-t' ölium litbrigðum haustins og það má vera daufur maður sem ekki verður fyrir áhrifum af því.“ Þau hjónin segjast ganga töluvert, bæði innan bæjar og utan. „En hér heima finnst mér dásamlegt að fá loksins tækifæri til að tendra Ijós og lampa um allt hús,“ segir Ásta. „Ef ég gæti myndi ég helst vilja sitja í ljósahafinu og ptjóna eða baka. Á haustin leit- ar maður líka meira í heimilislega og staðgóða matinn, skýst eftir frampört- um og öðru álíka í Melabúðinni. Vegna vinnu okkar þurfiim við að fara til Akureyrar nú um mánaðamótin, við tökum krakkana meö og gerum úr þessu eina allsherjarflölskylduhaustferð," segir Ásta Ragnarsdóttir. Hann nýtur þess ad semja tónlist á haustin. Hún reynir að finna tima til að prjóna og baka. Einar Jóhannesson klarinettuleikari segist vissulega vera haustmaður. „En ég er mildur og melankóh'skur haustmaður og hef alltaf verið. Ég sekk gjarnan inn í sjálfan mig og leyfi mér að njóta melankólíunnar en sjá um leið fegurðina í náttúrunni og tilverunni." Einar er fastráðinn hljóðfæraleikari í Sinfóníuhljóm- sveit íslands og spilar auk þess með öðrtun hópum. „Áhaustin er mikið að gera hjá okkur tónlistarmönnum og maður hefur ekkert óskaplega mikinn tíma aflögu en ef ég mögulega get, reyni ég að njóta þess að kúra í sófanum með góða bók, teppi og kertaljós. Jón Nordal tónskáld samdi Haustvísu fyrir mig og hún lýsir eigin- lega best haustinu og mér.“ Kristfn Eysteinsdóttlr dramatúrg Eldar heima og býður vinum I matarboð og spil. Einar Jóhannesson kiarinettuleikari Hefur ekki mikinn tíma aflögu en reynir að slappa afmeð góða bók uppi í sófa. kújri éaí sófanura. með bók, feppi og kertaljos „Hjá mér er alltaf viss tilhlökkun varðandi haustið því þá byrjar leik- árið,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, dramatúrg og framkvæmdastjóri Sjálfstæðu leikhúsanna. „Það er svo ótrúlega margt skemmtilegt sem fýlgir haustinu og alltaf ný verkefni til að takast á við. Núna erum við vinkonurnar búnar að skrá okkur á briddsnámskeið og ætíum að spila saman bridds og borða brauðtertur á haustkvöldum." Kristín segist alltaf dugleg við að fara í göngutúra enda eigi hún ekki bíl. „Ég bý alveg við sjóinn og hef mjög fallegt útsýni, sérstaklega núna þegar það eru svona margir litir í gangi. Á veturna verður tempóið hægara og maður kemst í ákveðna rútínu. Ég er dugleg við að búa til kósí stemningu, elda meira heima og býð oftar vinum í matarboð og í spil. Á sumrin er ég hins vegar meira á ferðinni, borða óreglulega og lík- lega óhollari mat og oftast úti.“ ... sofnaéqmeð, nitapoka atanum „Þar sem ég er kennari fer haustið í að skipuleggja sig og læra ný nöfh. Maður fær alltaf nýja og nýja hópa á hverju ári bæði í grunnskólanum og í ballettnum," segir Katía Þórar- insdóttir ballettdansari og bætir við að haustið fari ekki síst í að koma sér í form eftir sumarið. Katía segist ekki breyta mataræðinu þótt það kólni í veðri nema hún borði heldur meira af berjum og kartöflum. „Ég þykist alltaf ætía að borða ofurhollt fæði en held það bara út fýrstu tvær vikurnar. Ég fer þó í berjamó og reyni að nýta mér það sem náttúran gefur.“ Þar sem Katía starfar bæði sem grunnskólakennari og ballettkennari er ekki mikill tími cifgangs. En þegar hún á frí og veðrið er slæmt veit hún fátt notalegra en að hjúfra sig uppi í sófa með sæng, hitapoka og heitt te. „Á veturnar get ég ekki sofnað nema hafa hitapoka á tánum svo hann fylgir mér um allt húsið og svo eru ullarsokkarnir vinsælir líka.“ Katía segist ekki tíma kertunum strax, þau taki hún upp úr skúff- unum þegar myrkrið skellur á. „Eg reyni að nýta mér dags- birtuna á meðan hún er en þegar myrkrið er skollið á kveiki ég á þeim enda skapa þau kósí stemningu." Jón Hailur Stefánsson, fyrrverandi útvarpsmaður Stilltu sólardagarnir á haustin eru engu likir. Jón Hallur Stefánsson fyrrverandi útvarpsmaður er ekki frá því að í honum blundi haustmaður. „Auðvit- að er dálítið brútalt þegar byrjar að rökkva á haustin en í staðinn fyllist heimurinn af annars konar fegurð.“ Jón Hallur segist vera nýkominn frá Seyðisfirði akandi. „Mér fannst ótrúlega gaman að sjá hvernig haustið er að láta á sér kræla á landinu, smám saman, fet fýrir fet. Og stilltu sólardagarnir á haustin eru auðvitað engu likir. Á íslandi er haustíð eitt allsherjarútkall í litum og fegurð." Guðrún Gunnarsdóttir söngkona Fer alltafá Þingvelli á haustin. Nýtur rökkursins og kveikir á kertum úti um allt. ... kveildéqákedtumog .. er augleg við nusverkm „Ég er alveg rosaleg haustkona", segir Guðrún Gunnarsdóttir söngkona. „Ég tek haustinu fagnandi og lifna öll við.“ Guðrún segist vissulega njóta sumarsins en haustið sé hennéir tími. „Ég gleðst yfir að dagarnir styttast, nýt rökkursins og kveiki á kertum úti um allt. Á haustin er líka svo mikið framundan bæði í lífi og starfi og þess vegna fyllist ég af tilhlökkun. Tíminn fram að jólum er alveg frábær í mínu lífi.“ Guðrún segir fjölskylduna alla mjög samtaka í haustgleðinni enda hefjist þá líka skólinn og tónlistar- námið hjá dætrunum. „Mér finnst svo yndislegt að vera kapp- klædd með húfu, trefil og vettíinga. Svo er ég ekki ffá því að ég sé duglegri við húsverkin á haustin, ég baka t.d. meira, brauð, boll- ur og síðast í dag verkfallspönnsur fyrir stelpurnar og vini þeirra. Við bara einhvern veginn blómstrum hér öll á haustin og förum alltaf eina ferð til Þingvalla a.m.k. að upplifa haustíitina og feg- urðina þar.“ „Mér finnst voðalega gott að kúra mig inni í sófa þegar það er vont veður úti," segir Emih'a Óskarsdóttir, söng- kona í stelpnabandinu Nylon. „Mér finnst snjórinn æðislegur og hef gam- an af að fara í snjókast en aftur á móti finnst mér leiðinlegt að þurfa að skipta um dekk á bílnum, skafa rúðumar á morgnana og fara inn í frosinn bílinn," segir Emilía sem fagnar alltaf snjónum þar sem hann bendi til þess að jólin séu á næsta leyti. Emilía segist taka upp kertin á haustin. Hún sé mikil kertamanneskja og helst velji hún ilmkerti. Kærasti Emilíu heitir Pálmi. Hún segist vita fátt meira huggulegra en að kúra með honum yfir vídeóspólu þegar veðrið er vont. „Svo höfum við lfka gaman af því að fara í göngutúra, sérstaklega þegar snjórinn er kominn. Það er svo kósí að dúða sig í hlý föt og ganga í myrkrinu þegar tunglið er farið að skína." Emilía Óskarsdóttir söngkona Finnst snjórinn æðis- legur og hefur gaman afað fara ísnjókast. Katla Þórarlnsdóttlr ballettdansari „Ég þykist alltafætla að borða ofurhollt fæði en held það bara út fyrstu tvær vikurnar. Ég fer þó í berjamó og reyni að nýta mér það sem náttúran gefur. “ ....JlOt kerti o - roniL... stemmngu il ska „Mér finnst haustið æðislegur tími og sérstaklega eftir svona sumar eins og búið er að vera," segir Hrafrikell Pálmarsson, gítar- leikari hljómsveitarinnar í svört- um fötum. Hrafnkell segir að það sé engin spurning um að hegðun hans breytist þegar haustið renn- ur upp því það sé tími fyrir róm- antík. „Þegar dimmir myndast tæki- færi til að nota kerti og hafa rómó og sætt í kringum sig. Mér finnst haustið alltaf skemmtilegt því lit- irnir verða svo fyrirferðarmiklir og kuldinn er góð tilbreyting frá hitanum í sumar." Hrafnkell segist ósjálfrátt breyta mataræðinu um þetta leyti, hann eldi meira af heitum sósum og opni frekar rauðvín en hvítvín til að hafa með matnum. „Þetta er eitthvað sem gerist alveg sjálfkrafa, ég gerði mér ekkert grein fyrir þessu íyrr en ég fór að pæla í því.“ Hrafnkell segir að þar sem hann sé svo heppinn að búa í vel kyntu húsi finnist honum æðis- legt að vakna á morgnana þegar myrkrið og kuldinn eru fyrir utan gluggana. „Mér finnst myrkrið æðislegt, það er svo gaman að vakna með krökkunum á morgn- ana, hella upp á kaífi og kveikja ljósin," segir hann og bætir við að hann hlakki alltaf til fyrsta snjós- ins. „Ég vonast til þess að það snjói vel í ár því ég ætla að vera duglegur að fara á skíði." Hrafnkell Páimarsson gítarleikari „Þegar dimmir myndast tækifæri til að nota kerti og hafa rómó og sætt i kringum sig."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.