Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Einn skammt af belgískum!? / Bandarlkjum Norður-Amerlku eru þeir höröustu hættir að biðja um franskar kart- öflur með slnum mat, vegna and- stöðu Frakka við innrás Breta og Bandaríkja- manna I írak um árið. I staðinn panta þeir sér frelsiskart- öflur og á þetta sjálfsagt eftir að gera matarsagnfræðingum framtíðarinnar réttarannsóknir erfiðar, þvlþettaer ekki fyrsta skipti, og sjálfsagt ekki það slð- asta heldur, sem nafnið á djúpsteiktum kartöflum fer á flakk. Franskar eða belgískar? Þeir sem eru útskrifaðir i mannkyns- sögu Ástrlks og Steinríks vita auðvitað mætavel að laust fyrir okkar tímatal missti Steinrlkur kartöflu I belgískan pott og úr varð steikt kartafla. Höfund- ar teiknimyndasagnanna, Uderzo og Goscinny, gerðu sér þar mat úr gamalli belgískri sögn um upphafþessa réttar. Snemma á 18. öld var farið að bjóða upp á steiktar kartöflur á frönskum síðar smakkaði Thomas á þeim þar og líkaði svo vel að hann hafði uppskriftina meö sér heim. I veislu í Hvíta hús- inu árið 1802 var boðið upp á kart- öflur matreiddar að frönskum hætti. Fiskur og franskar Heimsfrægð djúpsteiktu kartöflunnar er hins vegar rakin tilJopseh nokkurs Malines, veitingamanns I Lundúnum. Árið 1864 bauð hann upp á nýjan rétt á sínum matseðlum, „fish and chips“eða físk og fíög- ur. En franskar urðu þær ekki um alla heimsbyggð fyrr en að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni. Bandarískir hermenn staðsettir I Frakklandi i því striöi rifu i sig djúpsteiktar kartöflur I tíma og ótíma og kölluðu franskar kartöflur. Þeir gátu ekki hugsað sér framtlðina án þeirra og enn á ný fór uppskriftin af þeim yfir hafið til Bandarlkjanna og gersigraði þjóðina. Þar vestra koma milljónirnar þeim í sig I milljörðum tonna árhvert. Kartöfluglögurnar Þær eru hins vegar ættaðar úr Vestur- heimi og er uppfinninga- maðurinn þekktur með nafni. George Crum starfaði á Tunglskinshótelinu í Saratoga í New York þegar járnbrautar- kóngurinn Vanderbilt pantaði sér þar mat árið 1853. Vanderbilt vildi hafa djúpsteiktar kartöflur með sínum mat og þær þunnar. Hann sendi hvern skammtinn aföðrum til baka inn I eld- hús, þær voru aldrei nógu þunnar fyrir hans smekk. Að lokum nennti Crum þessu ekki lengur, skar kartöflur i papp- írsþunnar sneiðar, henti þeim í sjóð- heita oliuna og saltaði þær að steik- ingu lokinni. Vanderbilt átti ekki orð til lýsa ánægju sinni og kartöfluflagan var komin fram á sjónarsviðið. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST ÚT AÐ BORÐA? „í hádegi einu fyrir hálfum mán- uöi snæddi ég á Hótel Nordica. Ég fékk blandaða rétti af hlaðborði, hélt mig aðallega við fiskréttina og þá helst sushi sem ég er ákaflega hrifinn af. Þetta var mjög prýðilega góð máltíð." Aðalsteinn Ingóllsson listíræöingur Sif Gunnarsdóttir er verkefnisstjóri atburða á Höfuðborgarstofu. Hún sér um hvunndagseldamennskuna á sínu heimili, skipuleggur gjarnan matseðil komandi viku á laugardögum. Bæði vegna þess að henni finnst gaman að fletta uppskrifta- bókum í rólegheitum og til að auðvelda innkaupin. Sif Gunnarsdóttir hvunndags- kokkur „Þegar sambýlismaðurinn fer I badminton á þriðjudagskvöldum M höfum við mæðgur stelpumat." I ©iS „Ég hef glettilega gaman af matseld," segir Sif Gunnarsdóttir verkefnisstjóri á Höfuðborgarstofu. „Ég og maðurinn minn skiptum matseldinnni á milli okkar, ég elda á virkum dögum en hann um helgar. Svona oftast og fyrst og fremst er þetta vegna þess að ég kann betur á klukku en hann, teygjanleg matseld er þægilegri um helgar. En hann er líka rosalega fínn kokkur, miklu betri en ég, ekki síst í þessum fi'nu réttum matarboða, hátíðar- og helgarkvölda." Matseðill vikunnar Sif segir að þegar ekki sé brjáluð vinnutörn í gangi, vilji hún helst setjast niður í rólegheitum á laugar- dögum og setja saman matseðil komandi viku. „Og þetta er að áger- ast hjá mér," segir Sif hlæjandi. „Ég geri síðan innkaupalista fyrir vik- una og fer í Bónus, þar sem mér finnst skemmtilegast að versla. Það sem ég fæ ekki þar kaupi ég þá í dýrari búðunum. Þannig tekst mér að halda mataræðinu fjölbreyttu á heimilinu og síðast en ekki síst get ég notið eldamennskunnar fram í fingurgóma en þarf ekki að hlaupa til, fá hugmynd, kaupa hráefni og elda í einum grænum. En ef ég er á miklum harðahlaupum nota ég matarsíður alnetsins, innlendar og erlendar, og hleyp af stað að reyna að redda þessu. En það finnst mér ekki skemmtilegt," segir Sif. Stefnur og straumar „Mér finnst jafn- | gaman að elda og snæða mat úr öllum heimshornum," heldur Sif áfrarn. „Ég fer mikið í Asíubúðina á horninu á Barónsstíg og Hverf- isgötu, sojasósurnar þar eru algjört æði, kryddin og chillíið. Eftir að ég uppgötvaði hana hef ég þreifað mig töluvert áfram í Asíueldhúsinu. Fjölskyldan reynir að snæða kvöldverð saman eins oft og mögulegt er, en tómstundir, sérstaklega unglingsins, setja stundum strik í reikninginn. Þriðjudags- kvöldin eru ólík öðrum því þá er sambýlismaður minn í badmint- on á matartímanum og þá tökum við mæðgurnar okkur til og höfum stelpumat." Stelpumaturinn Sif segir að stelpumatur geti ver- ið af ýmsum toga. „Stundum elda ég einhverja uppáhaldsrétti dóttur Niðurskornar perurnar búnar að malla smástund „Þegar þær eru heitar i gegn er rétturinn tilbúinn á borðið. Gráðosta- og perupasta handa stelpum og strák- um „Dóttirin valdiþennan stelpumat og við hámum hann I okkur afeinstakri lyst.“ minnar, eins og t.d. hinn sívin- sæla mjólkurgraut. Þetta getur líka verið nostalgískt hjá okkur, ein- hverjir réttir sem henni þóttu sæl- gæti í barnæsku en eru ekki oft hér á borðum og stundum hámum við í okkur pastarétti af ýmsu tagi. Ég aðhyllist sem sagt engar sérstakar Gráðosta- og perupasta handa stelpum og strákum Uppáhaldspastað, soðið í potti 1 bréfbeikonsneiðar Sletta afrjóma Ktipaafgráðostí Perubitar eftirsmekk, úr dós efekki eru nógu mjúkar á grænmetis- og ávaxtaborö- um stórmarkaðanna. Beikonið steikt á pönnu, rjóminn settur útá og svo osturinn Hrært rólega I meðan osturinn bráðnar og rjóminn hitnar og þykknar Undir lokin er perubitunum bætt útíog þegar þeir eru heitir i gegn, þá er rétturinn tilbúinn. Óþarfí að bera fram brauð með öllum þessum rjóma og osti. tískukenningar í mataræði, er ekki á flótta undan hvítu hveiti, sykri eða öðrum auðunnum kolvetnum. Reyni bara að hafa sitt lítið af hverju og ég veit ekki betur en að hér séu allir ánægðir með það.“ Aðspurð hver síðasti stelpurétturinn hafi verið svarar Sif: „Þá fékk dóttirin að ráða og hún valdi gráðosta- og perupasta sem við hámuðum í okk- ur af einstakri lyst," segir Sif Gunn- arsdóttir verkefnisstjóri atburða á Höfuðborgarstofu að lokum. rgj@idv.is Eldhúsið er úti að aka Einhvern tíma las ég, að meta megi ítalskt eldhús eftir vandvirkni í 20 mínútna eldun á risotto, krydd- uðum hrísgrjónagraut, sem er þjóð- arréttur Norður-ítala. Á Galileo á horni Hafnarstrætis og Vesturgötu er risotto eldað löngu áður og síðan hitað upp, þegar það er pantað. Þannig varð það að ófystugri klessu, sem ég gat ekki borðað. Verri var pönnusteikta smálúð- an, greinilega fiystivara, sem síðan var aðeins elduð á yf- irborðinu, en var að öðru leyti hrá í gegn og þar af leiðandi óæt. Ekki stafaði þetta af önnum í eldhúsi, því að ég var eini gestur- inn í hádeginu. Erfitt er að taka veitingahús alvarlega, þegar eld- húsið er svona langt úti að aka. Galileo kom fyrir þremur-fjórum árum inn í milliverðflokk íslenzkra veit- ingahúsa, þar sem eru staðir á borð við Caruso, Tvo fiska, Apótekið og Óperu með 3000 króna aðalrétti. Hann byrjaði vel, en hefur drabbast, einkum í eldhúsinu. Þjónustan er þó lipur sem fyrr. Munnþurrkur eru ekki lengur úr taui. Espresso-kaffi var í tvígang ailtof bragðdauft. Bezti réttur staöarins var ofnbak- aður ostur, sagður geitaostur, og döðlur, vafið inn í parmaskinku með klettasalati. Döðlurnar gáfu réttin- um sérstætt og skemmtilegt bragð. Hlutlausari voru grilluð eggaldin með ferskum mozzarella-osti, hlað- in upp í turn og borin fram með tómötmn, basil, balsamico-ediki og klettasalati. Galileo ★ Veitingarýni Pönnusteiktur steinbítur dagsins með rjómasveppum og tagliatelle- pasta var milt kryddaður og hæfilega eldaður. Sjávarréttarisotto var mis- heppnað, með mörgum tegundum af sjávarfangi, skelfiski, hörpudiski, humar og rækjum. Tiramisu var ekki merkilegur eftirréttur, en skrautlega fram borinn með blæjuberi. Bezti kosturinn við Galileo eru húsakynnin sjálf, gamalt hús með berum burðarvirkjum fortíðarinnar, innréttað á nútímavísu með þægi- legum tréstólum og járnborðum með borðplötum úr marmarasalla undir snyrtilegum og stílhreinum borðbúnaði. Jónas Krístjánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.