Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Page 62
62 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 Síðast en ekki síst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreiflng: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um gamla # leiöakerfi * SVR Tveir draumar riðjungur Bandaríkjamanna er hættur að trúa á bandaríska draum- inn um að hver sé sinnar gæfu smið- ur, að allir geti rifið sig upp tír fátækt með stefnufestu, þolinmæði og mikilli vinnu. Margir átta sig á, að þeir hafa puðað alla ævi án þess að finna öryggi og frið á leið- arenda ævinnar. Stéttaskipting hefur harðnað í Banda- ríkjunum. Yfirstéttin endurnýjar sig sjálf í auknum mæli. Lífskjörum meðaljónsins hrakar og öryggisleysi hans magnast. Barnadauði er meiri en í Evrópu og ævi- líkur minni, fátækt meiri og fjöldi l'anga margfalt hærri. Bandaríkin færast nær þriðja heiminum. Á sama tíma og bandaríski draumurinn er að verða gjaldþrota undir ofstækis- stjórn George W. Bush forseta er að rísa nýr draumur austan hafsins, evrópski draumurinn, sem rís hæst í félagslegum markaðsbtískap. Skoðanakannanir sýna, að fólki líður betur í mildri Evrópu en í grimmum Bandaríkjunum. Á þessu ári var reynt að skrá evrópska drauminn í fyrstu stjórnarskrá Evrópu- sambandsins. Hún á eftir langt ferli, en Ijóst er, að þar er risið samfélag upp á marka svigrtím stjórnvalda til að stýra okkur að eigin geðþótta. Það hefur btíið til góðar leikreglur fyrir líf fólks um alla álf- una. Evrópski draumurinn er hæfari til að mæta 21. öldinni en bandaríski draumur- inn, býr ekki til suðupott þjóða eins og sá bandaríski hefur gert, heldur leggur hann áherzlu á, að þúsund plöntur blómstri með ótal tungumálum, siðum og sögu í þjóðfélagi, þar sem mildin er meira metin en harkan. Evrópski draumurinn hafnar græðgi og grimmd hins tryllta markaðshagkerfis. Með félagslegum markaðsbúskap reynir hann að styðja fólk til að verða sinnar eig- in gæfu smiðir. Jónas Krístjánsson hálfan milljarð manns, sem þénar meira en Bandaríkin og á 61 af 140 stærstu fyrirtækjum heims, meðan Bandaríkin eiga bara 40. Evrópumenn vinna til að lifa, meðan Banda- ríkjamenn lifa til að vinna. Frí eru miklu meiri í Evrópu, vinnudagar styttri og vinnu- vernd meiri. Samt er framleiðni meiri í helztu ríkjum Evrópu, svo sem Frakklandi og Þýzkalandi, heldur en í Bandaríkjunum og í evrópskum útnára þeirra á Bretlands- eyjum. Bandaríkjamenn hampa einstaklings- frelsi, en Evrópumenn hampa samfélagi. Innifalið í því er virðing fyrir umhverfinu, tillit til langtímahagsmuna og sjálfbærrar þróunar. Þar taka menn þreytandi sátta- ferli fram yfir hótanir og styrjaldir. Þar er ríkisvaldið jarðbundið, en vestan hafs sækir það í trtína. Evrópa er ekkert himnaríki. Evrópu- sambandið er spillt og flókið embættis- mannakerfi. En það hefur fært fslandi endalausa röð af reglugerðum, sem tak- 1. Hvaðhétleið 3? 2. Númer hvað var Skerja- Qörður - Laugarás? 3. Hver var kölluð Sagar - Hund? 4. Hvað hét hún? 5. Hver skrifaði Leið 12, Hlemmur - Fell? Svör neðst á síðunni Efni í útrýminqar- hættu Bandaríkjamaðurinn Russ Kick telur sér bæði ljúft og skylt að halda úti þessari vefsíðu til að geyma og dreifa efni sem er í út- rýmingarhættu, er vand- fundið eða á fárra vömm. Sérstaka áherslu leggur Kick á allt það sem yfirvöld vilja ekki að almenningur fái vitneskju um. Þarna er Vefsíðan www.thememoryhole.org m.a. að finna myndir af fjöldahandtökum mótmæl- enda í tilefni repúblikana- þingsins á dögunum, frá- sagnir af Bandaríkjamönn- um sem starfsmenn varn- armálaráðuneytisins viður- kenna að vom skildir eftir í Laos þegar Víetnamstríðinu lauk, listi yfir fyrirtæki og stofnanir þar sem slys á starfsmönnum og veikindi eru meiri en góðu hófu gegnir o.s.frv. Leitarvél er á wisíðunni og mikið gagnasafn stendur notendum til boða. *o Ol :0 cn o e e c ‘O Daðarnir Málið Karlmannsnafnið Daði er þekkt hérá landi frá 10. öld, en er annars ekki notað utan Islands. Sumir telja þaö og eldri mynd þess Dáði svari til fornsaxnesk- unnar Daþa, fornháþýsku Tado eða dáð, aðr- ir telja þaö gælu- nafn leitt afDag- ur. Enn aðrir telja það dreg- ið afírska nafninu Dathí. Fyrsti Islendingurinn sem vitað er aö bar þetta nafn var talinn afírskum ættum. Sérfræðingurinn Eivind Vágslid telur að lokum nafnið upphaflega orðið til úr barnamáli fyrir faðir. Svörviö spumingum: 1. Nes - Háaleiti. 1 Númer 5.3. Leið 4.4. •Ctiagar - Sund. 5. Hafliði Vilhelmsson. Hrafn og Guðrún skipta um skoöun andi dómumm, Hrafn og Guðrún. I ÞflÐ SKIPTIÐ töldu dómararnir Jón Arnalds og Hjört Torfason hæf- asta og mæltu með Hirti sem var skipaður. Þegar Sveini var hafnað á grund- velli þess að hann var of gamall, var hann 64 ára og níu mánaða. Stefán Már Stefánsson sem dómarar Hæstaréttar, þar á meðal Hrafn og Guðrún, mæla með, er 65 ára og ellefu mánaða. Margir velta fyrir sér sinnaskiptum Hæstaréttar. Dómarar við Hæstarétt mega hætta störfum 65 ára en mega ekki vera eldri en 70 ára. Lögfræðingar hafa velt því fyrir sér hversu lengi þau Hrafn og Guðrún, aldursforset- ar réttarins muni sitja. Guðrún er orðin 68 ára en Hrafn er 66 ára. Þau gætu bæði hætt á fullum eftirlaun- um. 18. júní í Þjóðleikhúsinu 0FT HAFA RISIÐ DEILUR um skipan dómara í Hæstarétt en hingað til hafa þær deilur þó ekki risið fyrr en eftir að skipað hefur verið í stöðu. Nú er hins vegar allt logandi í rifrildi áður en Geir Haarde, settur dóms- málaráðherra, skipar næsta dómara. Ástæðan er náttúrlega fyrst og fremst umsókn Jóns Steinars Gunn- laugssonar og sú „kosningabarátta" sem hann hefur rekið í fjölmiðlum fyrir því að hann fái djobbið. EN FLEIRfl KEMURTIL sem merkilegt má heita. Tveir dómarar Hæstarétt- ar, Hrafn Bragason og Guðrún Erlendsdóttir sátu í réttinum sem treysti sér ekki til að mæla með því að Sveinn Snorrason hæstaréttarlög- maður yrði skipaður dómari við Hæstarétt í febrúar árið 1990. í umsögn Hæstaréttar þá um þrjá um- sækjendur um embættið varð aldur umsækjenda að úrslitaatriði. í um- sögninni segir: „Dómarar Hæstarétt- ar hafa áður mælt með Sveini Snorrasyni sem dómara við réttinn. Hann þykir ekki geta komið til álita TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR hefur verið ráðin þjóðleikhus- stjóri og óskum við henni til hamingju með starfið. Eftir á að hyggja kynnu talna- spekingar að halda þvi fram að ráðning hennar hafi verið borðliggjandi frá upphafi. Svo vill nefnilega til að hún er 18.júnil 954, það er að segja réttum tíu árum á eftir Stefáni Baldurssyni fráfarandi leikhússtjóra. Hann kom í heiminn 18.júnl 1944. AUÐVITAÐ SKIPTIÞESSISTAÐREYND engu máli við ráðningu Tinnu, þótt skemmtileg sé. En efÞorgerður Katrin Gunnarsdóttir hefði nú látið þessa tilvilj- un skipta sig máli við ákvörðun sína, þá hefði hún fljótt lent í vandræðum. Svo vill nefnilega til að meðal umsækjenda var llka Viðar Eggertsson en hann á sama afmælisdag og Tinna, 18. júní 1954. OGEKKIERÖLL sagan sögð um mikilvægi 18.júnl i Þjóðleikhúsinu því ein afmáttarstoðum hússins, Ƨ <?»> *•; Kristbjörg Kjeld leikkona,er -i k'ka fædd 18.júní. I gærkvöldi var einmitt frumsýnt á Vk , B Smíðaverkstæði Þjóðleik- hússins leikritið Svört mjólk þar sem þær fóru báðar með hlutverk. Kristbjörg var náttúrlega ekki meðal umsækjenda um þjóðleikhússtjóra- stöðuna en meðal annarra leikara í sýn- ingunni varjóhann Sigurðarson sem líkasótti um og leikstjóri var Kjartan Ragnarsson, einn helsti keppinautur Tinnu um stöðuna. nú vegna aldurs." Undir þetta skrifa allir níu dómararnir þá, en á meðal þeirra voru einungis tveir af núver- Dómarar Hæstaréttar hafa áður mæltmeð § jk Sveini Snorra- synisemdóm- ara við rétt- inn. hann þyk- irekkigeta komið tilálita nú vegna aldurs. Fyrst og síðast Versta martröð karlmannsins Fréttin af Jóni Eiríkssyni hefur farið eins og eldur í sinu meðal karl- manna frá því hún fyrst barst í fyrra- dag. Það virðist mögulegt, og það hefur gerst, að maður telji sig eiga þrjár dætur og sex barnabörn í ára- tugi en eigi ekkert í þeim. Annar maður á börnin. Svarthöfði sat í heita pottinum í gær og heyrði hikandi umræðu karla á besta aldri um þessa skelf- ingu. Engin leið virðist að vita hvort börnin séu manns eigin, eða ann- ars. Nema fyrir konur. Þær búa yfir vitneskjunni að þær eiga börnin og vita líka hvort mögulegt sé að annar eigi þau. Þetta mál kemur eins og skrattinn úr sauðaleggnum og sáir fræjum tortryggni í hjónaband karla og kvenna. Karlar líta nú konur sínar almennt hornauga. Svarthöfði minnist þess að í bæ úti á landi var rætt um að þegar karlarnir færu út á sjó snarfjölgaði útköllum lögreglunnar. Voru það konurnar sem sátu heima við sím- ann og tilkynntu alls kyns undarlega glæpi. Þær sögðu eitthvað hafa horfið úr eldhúsinu, baðherberginu eða svefnherberginu. Og karlinn langt úti á rúmsjó. Svarthöfði veit sem er að tor- tryggnin er jafnframt vantraust á konur. Þess vegna er enginn vegur að vinna þá stöðu að væna maka sinn um svik. Ef maður hefur rétt fyrir sér, eins og Jón Eiríksson, lend- ir maður í verstu martröð karl- mannsins. Ef maður hefur rangt fyr- ir sér hefur maður vantreyst makan- um á illfyrirgefanlegan hátt. Þess vegna er betra að hætta að hugsa um þetta, loka augunum og snúa sér að öðru. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.