Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 Helgarblað DV Zrundarstigur - ' V „Þegar ég flutti til Reykjavíkur, eftir ríflega 20 ára frumbernsku á Akureyri, þóttist ég vita að nú tæki við alvaran sjálf. Léttúð æsku og unglingsára var að baki og tími til kominn að hnykla brýnnar. Leigubflstjórinn sem ók mér af flugvellinum á væntanlegt heimili mitt hlýtur að hafa hugsað sitt maður að norðan náði að segja honum allt um akademísk framtíðar- áform sín og djúphugsuð markmið í lífinu í annars örstuttri ökuferð upp í ÞingholtsstræU 26. Ég man að þar sem við ókum norður Suður- götuna leit ég hvasseygur til hægri á móts við Árnagarð Háskólans og fann notalegan kvíðaverk heltaka mig, vitandi að frá og með næsta mánu- degi yrði lífið barátta upp á líf eða dauða. Að minnsta kosU í akademískum skilningi. Ég var hins vegar ekki búinn að eiga nema ör- fáa alvarlega haustdaga í höfuðborginni þegar ég þurfú einu sinni sem oftar að stökkva út í sjopp- una á homi Skálholtsstígs og GrundarsU'gs. Þetta var síðdegis á þriðjudegi, veður grámyglulegt og Uðindaleysið algjört í augnablikinu. Þar sem ég vind mér inn í sjoppuna, þungbrýnn og þenkjandi, er verið að ljúka við að afgreiða skeggjaðan, síð- hærðan mann í úlpu. Þegar hann snýr sér við sé ég að þetta er Ketill Larsen, leikari og myndlistar- maður. Ég hafði einhvern Uma séð hann í Stund- inni okkar mér til mikillar ánægju en var að sjálf- sögðu vaxinn upp úr slíkum barnaskap. Þar sem Ketill býst til að ganga út, sér hann mig og hikar eitt lítið andartak, rétt eins og hann skynji þörf til að segja eitthvað við þennan alvarlega unga mann. Hann horfir beint í augun á mér og í sömu andrá færist fölskvalaust bros yfir andlit hans, svo bókstaflega birti í sjoppunni. „Gleðilega hátið!“ sagði hann svo, hneigði sig og gekk út. Eftir stóð ég, gjörsamlega gáttaður, og vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að stiga. Það var engu lflcara en ég hefði losnað úr álögum. Birtan af brosi þessa fallega manns og töfrasetningin í kjölfarið opnaði mér sýn sem reyndist meiri og betti skóli en nokk- ur akademísk glíma. Upp frá þessu losnaði ég ekki við þá tilfinningu að það væri ævintýri fólgið í hverju augnabliki og það væri á mína ábyrgð að veita því athygli. Grunurinn um að lífið mætti vera skemmtilegt og umfram alllt kærleiksríkt hefur ekki yfirgefið mig síðan. En kannski lærði ég það fyrst og ffemst á þess- ari stundu, að mikilvægustu kennaramir eru ekki alltaf á hinni veraldlegu launaskrá." Þorvaldur Þorsteinsson, forseti Bandalags Islenskra listamanna. mm Á eilífum þeytingi um allt „Við fféttum um síðustu helgi að nú færi að koma að þessu og á mánudag var okkur tilkynnt að komið væri að þessu. Ég svaf eiginlega ekkert aðfaranótt fimmtudagsins, var svo hrika- lega spennt. Rauk upp kl. 6 eins og ég er lítið morgunhress manneskja, en ég varð að hafa mig til fyrir ísland í bítið, þar átti að afhenda okkur gullplöturnar. Kærastinn minn keyrði mig upp á Norðurljós, þar hitti ég stelpurnar og Einar Bárðarson. Við gerðum hljóðprufu og gerð- um okkur klár að öðru leyti. Inga Lind og Heimir afhentu okk- ur svo plöturnar og við tókum eitt lag. Síðan var haldið heim, kærastinn færði mér morgunmat í rúmið, og ég náði að leggja mig smá stund. Ég er rekstrarstjóri í Loftkastalanum en vinn lika núna fyrir jólin í skartgnpaverslun foreldra minna, svona til að fá jólaösina beint í æð. Eg hélt þang- að þegar ég vaknaði aftur og vann til að verða fjögur. Þá lá leið okkar til Keflavíkur að ánta diskinn og við skemmtum okkur vel. Þegar við komum aftur í bæinn fengum við okkur bita á Hard Rock, þar er Nylonhelgi í uppsiglingu og við þurftum að ræða það en rápuðum lflca aðeins um Kringluna. Þaðan lá leiðin í Smáralindina til að árita og syngja en að því búnu þurfti ég að æða í Loftkastiann að klára verkin þar. KK og Hjálmar spiluðu um kvöldið og þeir voru alveg frábærir. Að þeirra tónleiknum loknum fór ég heim til kærastans og sofnaði, ég man bara ekki klukkan var orðin." Steinunn Camllla Aradóttir rifjar upp daginn þegar Nylonstúlkur tóku viö gullplötum. IWXÍil Nylonstúlkurnar í (slandi í bítið Þegar seld hafa veriö 5000 eintök af diskier komiö að gulldiski.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.