Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Page 78

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Page 78
Síðast en ekki síst DV 78 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóri: Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: 0 dreifmg@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Tyrkland 1 Hversu stórt er landið, miðað við ísland? 2 Hvað eru íbúamir marg ir? 3 Hvað heitir höfuðborgin? 4 Við hvaða sund stendur '*öfuðborgin og hvað heitir hún? 5 Hver er forsætisráðherra? Svör neðst á síðunni Þá var í Jerúsalem ••• Lúkas 2, 25-31 ... maður, er Símeon hét. Hann var réttlátur og guðrækinn og vænti hugg- unar ísraels, og yfir honum var heilagur andi. Honum iJjafði heilagur andi vitrað, að hann skyldi ekki dauð- ann sjá, fyrr en hann hefði séð Krist Drottins. Hann Brot úr Biblíunni kom að tillaðan andans í helgidóminn. Og er foreldr- amir færðu þangað svein- inn Jesú til að fara með hann eftir venju lögmáls- ins, tók Símeon hann f fangið, lofaði Guð og sagði: „Nú lætur þú, Drottinn, flk;ón þinn í friði fara, eins og þú hefur heitið mér, því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt, sem þú hefúr fyrirbúið í augsýn allra lýða... Ess eða zeta Spænska og portúgalska eru náskyld tungumál og fjöl- mörg orð eru sameiginleg, *sem og mannanöfn. Því telja margir illt að vita hvort Hernandez, Fernandez, Comez og Gonzalez séu spænskir eða portúgalskir. En þó er til næsta augljóst vísbending. Reglan er sú að á Spáni eru nöfn sem enda á „ess-hljóöi“ skrifuð meðzetuení Portúgal skrifa menn Hernandes, Fernand- es, Gomes og Gonzales. Þetta er þó auðvitað ekki alveg algilt frekaren annaö f heiminum. Málið 'O -Q to j* c rrj -Q di <U i/> 'O cn =o co rtJ Ol rtJ > «o ro E ro to «o (V 1. Tæplega átta sinnum stærra. 2. Tæpar 69 milljónlr. 3. Ankara. 5. Istanbul við Hellu- Ujljd. 6. Erdogan. Eruð þið ekkihress? Islendingar sögðust vera hressir í skamm- deginu íviðtölum, sem birtust nýlega í New York Times. Þegar nánar var spurt, kom í ljós, að hamingjan var ekki alger, heldur saknaði einn vistar sinnar í London, annar vUdi búa á Spáni og sá þriðji viður- kenndi, að hann væri að byrja að venjast skammdeginu. Hér á landi er krafan að vera hress. „Ertu ekki hress?“, ertu spurður. Þú svarar ekki: „Nei ég er ekki hress, en þó ekki beinlínis þunglyndur, heldur svona stundum dáiítið daufur í skammdeginu." Þú segist vera hress, þótt fólki sé í rauninni ekki eðlilegt að vera sfhresst, heldur í bylgjum. Fyrr og sfðar hafa verið sjónvarpsþættir, þar sem flaggað er formúlunni: „Ertu ekki hress, eru ekki allir hressir hérna?" Krafan er sleitulaus. Sumir fara að halda, að eitthvað sé að, ef þeir eru stundum milt þunglyndir, haldnir kvíða fyrir morgundeginum eða þeim finnst myrkrið verða of langvinnt. Vikurit er gefið út um hressa fólkið, sem er að gifta sig, sama fólkið og var að skilja fyrir hálfu ári og að gifta sig fyrir ári. Ritið fjallar um undirmálsfólk, sem virðist meira eða minna ruglað, en er rosalega hresst á mynd- unum. Það getur svo ekki tekið sig saman í andlitinu, þegar hvessir. Margar síður eru í dagblöðunum um fræga útlendinga, sem eru svo hallærislegir, að þeim helzt ekki árið á makanum. Þeir eru fullir á börunum, halda framhjá og sfðast fremja þeir sjálfsmorð eða drekka sig bara í hel. Lesendur virðast hafa mikla aðdáun á þessu fólki, sem kann ekki að lifa lífinu. Lausnir eru til við öllu. Óþæg börn eru sögð ofvirk og fá rítalín í kroppinn. Þegar þau eldast, útvega þau sér áfengi. Síðan eða samhliða koma létt og þung eiturlyf á svört- um. fþróttamenn fá stera, konur fá botox. Miðaldra fólk fær svo viagra fyrir kvöldið og prozak til að mæta nýjum degi. Eins og Bandaríkjamenn erum við þjóð á hamingjulyfjum, löglegum og ólöglegum, gagnslitlum eða gagnslausum. Nú fá þeir seroxat, ef þeir eru feimnir, og bráðum fáum við það líka. Allt er Ieyst með pillum að ráði lyfjarisa, sem líkt og tóbaksrisar hafa skipu- lega haldið aukaverkunum leyndum. Jólin eru erfiður tími í þessari hringrás óhamingjunnar. Menn dansa kringum guð sinn, sem í flestum tilvikum heitir Mammon. Fólk þarf meira rítalín, meira áfengi, meira hass, meira kókafn, meiri stera, meira botox, meira viagra og meira prozak. Og næst þarf að prófa seroxat við feimni. Ranghugmyndir um eðlilegt ástand sálar og líkama kalla á vonlausan eltingaleik við síhressu, sem nær svo langt, að í könnunum segjumst við rosalega hamingjusöm. Jafnvel um jól. Jónas Kristjánsson Sóst er eftir upplestr- um höfunda og höfundar vinsælustu bókanna hafa varla við að þeytast milli staða til að lesa upp. Þeim er meira að segja von á einhverjum „bestu bókajólum" hér á landi í háa herrans tíð? Jafnvel frá upphafi? Að minnsta kosti láta bóka- útgefendur og kaupmenn drýginda- lega og telja sig sjaldan eða aldrei hafa orðið vara við jafn mikinn áhuga á bókunum. Nú virðist reyndar ríkja almennt góðæri í landinu, eiginlega án þess að nokkur vissi fyrr til en það var skollið á. Altént láta kaupmenn almennt vel af sfnum hag og svo virðist sem gjafir verði yfirhöfuð stærri og glæsilegri undir jólatrjánum en nokkm sinni fyrr. Það var að minnsta kosti niðurstaða Páls Benediktssonar fréttamanns í þættinum I brennidepli hjá Sjónvarp- inu um daginn. EN BÆKUR VIRÐAST SAMT í nokkmm sérflokki, eða er það sem sagt misskiln- ingur minn? Ég held ekki. Sérfræðingar segja mér að veruleg sala á bókum hafi byrjað mun fyrr en venjulega. Reglan hefúr verið sú að þótt bækur reytist vissulega út í október og nóvember þá fari þær ekki að seljast í neinu alvöm- magni fyrr en allra síðustu vikumar fyrir jól. Nú hafi raunin verið önnur og ýmsar áhugaverðustu bækumar hafi þegar verið famar í nokkur þúsund eintökum áður en svo mikið sem bjarmaði af fyrsta desember-deginum. 0G ÞAÐ BENDIRTIL ÞESS að fólk hafi þá verið farið að kaupa bækumar handa sjálfú sér en ekki einungis til gjafa. Og hlýtur undir öllum kringumstæðum að teljast góð þróun. Að bækur verði ekki Fyrst og fremst einungis „gjafavara" eins og krist- alsvasar og postulínshundar. Ef salan er góð, þá em reyndar und- ur fljótar að kvikna úrtöluraddir. Þær segja: Svona mikil sala er bara til vitnis um auglýsingaskrum. Sölumennsku. Markaðsöflin í hæsta gír. Sem er eitítr í beinum allra sarrnra bókavina. EÐA HLÝTUR EKKI svo að vera? Þar sem bækur em jú í eðli sfnu engin æs- ingavara. Maður á helst að njóta þeirra einn, sitjandi einhvers staðar í kyrrð og ró, og drekka í sig sérhverja setningu... eitthvað svoleiðis. Jújú, þetta má til sanns vegar færa. En sem gamall unnandi bóka verður maður nú samt voðalega ánægður að sjá þessa gripi vekja svo almennan áhuga sem jólaösin nú í ár er til marks um. Og það er augljóst að áhuga á efrii bókanna skortir ekki. Sönnun þess er augljós í þeirri staðreynd að upplestrar höfunda úr bókum sínum hafa líklega aldrei verið fleiri eða vinsælli. Fyrir fá- einum árum vom slíkir viðburðir alveg að lognast út af og virtist sem fólk vildi sem minnst af rithöfundum fr étta. Það gátu orðið vandræðalega samkomur þegar þeir birtust allt í einu eins og jólasveinar í mannsöfiiuði og hófu að lesa úr verkum sínum, oft í algjörri óþökk viðstaddra. 0G LÚPUÐUST SV0 að lokum út, með skottið milli lappanna. NÚ ER ÖLDIN ÖNNUR. Sóst er eftir upplestrum höfunda og höfundar vinsælustu bókanna hafa varla við að þeytast milli staða til að lesa upp. Þeim er meira að segja vel tekið þótt enginn hafi búist við þeim eins og í Lands- bankanum þar sem fólk hefur fengið sér sæti og hlustað á upplestur þegar það ætlaði bara að stússa í bankavið- skiptum. Og eins og Herdís Þorvalds- dóttir leikkona sagði hér í DV um dag- inn, þá gerði hún sér ferð í bankann fyrst og fremst til að hlusta á upplestur. Sem er nýlunda, að fólk geri sér ferð í peningastofnun til að hlýða á bók- menntir. 0G ER ÞAÐ EKKI í öllum tilfellum hið besta mál? Og gefur vonir um að við séum ekki bara að kaupa bækumar og gefa þær heldur ædum jafnvel að lesa þær líka? illugi@dv.is Jólagjöfin í ár fyrir aldraða og öryrkja Landsmenn eiga því ekki að venj- ast að stofnanir eða fyrirtæki gefi viðskiptavinum sfnum jólagjafir. Sjálfur fær Svarthöfði jólakort frá öldurhúsi í ítölsku strandborginni Rimini á hverju ári, eftir að hann sótti staðinn stíft um árið. Enginn ís- lenskur bar hefur sýnt honum sama sóma. Tryggingastofnun hefur nú fyrir jólin í fyrsta skiptið sýnt frumkvæði og sent skjólstæðingum sínum jóla- kort. 11 þúsund fátækir íslendingar fengu þann glaðning að þeir þyrftu að borga allt upp í hundruð þúsund- ir. En auðvitað er þetta ekki vond 1 Svarthöfði stofnun. Fátæka fólkið þarf ekki að borga fyrir jólin, bara á næsta ári. Verst að þeir þurfa að borga mest í desember á næsta ári. Hóhóhó. Svarthöfði telur ekki úr vegi að gantast eilítið með gamla fólkið um jólin. Það væri tilvalið að feta í fótspor Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra Tryggingastofnunar, og gefa öldruðum snemmbúna rukkun á arfinn í jólagjöf. öryrkjum má gefa yfirdráttarreikning í banka með 100 þúsund í mínus. Næstu jól mætti svo senda fólk- inu rukkun á fýrirhugað- ar jólagjafir, snemma í desember. Eða bak- reikning vegna jólagjaf- arinnar á síðasta ári. „Það kom í ljós að þú fékkst fleiri og dýrari gjafir síðustu jól en gert var ráð fyrir í vali á gjöf til þín. Endurgreiðsla nemur 4.320 krónum." En svona verður þetta að vera. Það gengur náttúrulega ekki að aldr- aðir og öryrkjar fái yfir 100 þúsund krónur á mánuði til að lifa á. Þeg- ar þeir eru að fá pening úr lífeyrissjóðnum sín- um verður að bregðast skjótt við og skera niður tekjur þess annars staðar frá. Það er jú vitað mál að lífið verður ekki mikið verra en þegar maður hefur misst heilsuna getur ekki unn- ið. Botninum var hvort eð er náð, og það vita Karl Steinar Guðnason og Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra. Svarthöíði t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.