Freyr - 01.07.2000, Side 20
nýta þau markvisst við mat á áburð-
argjöf næsta trmabil. Varðandi
steinefnaþátt heysýnanna er mikil-
vægt að skoða eftirfarandi þætti:
Niðurstöður fyrri ára, hvort um er
að ræða eldri tún eða nýræktartún
með t.d. hreinu vallarfoxgrasi,
sláttutíma og hvemig dreifmgu bú-
fjáráburðar er hagað.
Við skoðun á niðurstöðum úr
efnagreiningum á grænfóðursýnum
er ljóst að kalítalan er oftast veru-
lega hærri en miðað er við í viðmið-
unargildum fyrir gróffóður. Hér
hlýtur að vera ástæða til að endur-
skoða samsetningu þess tilbúna
áburðar sem mest er notaður á
grænfóður (15-15-15).
Ráðgjöf út frá
jarðvegsegnagreiningum
Skipulag ogfjöldi sýna
Á undanfömum áratugum hefur
verið skipulögð sýnataka á jarðvegi
á svæði Búnaðarsambands Suður-
lands. Bændum í hverjum hreppi er
boðið upp á sýnatöku 4. eða 5.
hvert ár. Yfirleitt hafa formenn
búnaðarfélaganna skipulagt starfíð
í hverjum hreppi, bændumir sjálfir
séð um sýnatökuna en Búnaðar-
sambandið lagt til tæki og poka til
hennar. Niðurstöður hafa undanfar-
in ár borist bændum í febrúar eða
mars. Hins vegar komu síðustu nið-
urstöður liðins árs um 20. janúar,
sem er mun fyrr en áður var. Alls
fóm um 320 sýni frá Suðurlandi í
efnagreiningu síðastliðið ár. Fjöldi
sýna á hverjum bæ er á bilinu frá
einu upp í það að tekin séu sýni úr
hverri spildu.
Niðurstöður og framsetning niður-
staðna
Jarðvegssýni, sem hafa verið tek-
in á Suðurlandi undanfarin ár, hafa
verið efnagreind, annars vegar á
Hvanneyri (sýni úr V-Skaftafells-
sýslu og Rangárvallsýslu) og hins
vegar á RALA (Ámessýsla). Ekki
hefur verið fullt samræmi í því sem
mælt hefur verið, þannig hefur
kalsíum og magnesíum verið mælt
á Hvanneyri, en ekki í sýnum sem
farið hafa til RALA. Síðastliðið
haust fóm öll hefðbundin jarðvegs-
sýni af Suðurlandi í efnagreiningu á
Hvanneyri. Fyrir bændur og ráðu-
nauta, sem túlka niðurstöður, hlýtur
að vera mikilvægt að samræmi sé
bæði í aðferðum við greiningu og
hvaða efni em greind.
Niðurstöðunum hefur verið fylgt
eftir með heimsóknum á þá bæi
sem sendu sýni eða með fundum í
hverjum hreppi þar sem niðurstöð-
ur em túlkaðar og metnar.
Aburðaráðgjöf útfrá jarðvegsefna-
greiningum
Hin seinni ár hefur ráðgjöf um
áburð stuðst bæði við jarðvegsefna-
greiningar og ekki síður niðurstöð-
ur heysýna. Varðandi jarðvegssýnin
hefur einkum verið horft á sýmstig,
fosfór og kalí. Þá hefur kalsíum og
magnesíum einnig verið mælt í
hluta sýnanna. Með tilkomu forrita
við áburðaráætlanir aukast mögu-
leikar til að vinna þetta starf á
skipulagðan hátt.
Hvað má betur fara í
þjónustu við
búnaðarsamböndin?
Víða um land er góður gmnnur
að markvissri fóður- og áburðarráð-
gjöf til bænda. Sífellt fleiri bændur
sjá sér hag í því að taka sýni og yf-
irleitt er þetta skipulagt af búnaðar-
samböndunum á hverju svæði. Hins
vegar má alltaf gera betur til að
sýnatakan skili meiri og betri
árangri. Hér má nefna eftirtalin
atriði:
* Efnagreiningar sýnanna þurfa að
ganga hratt fyrir sig og niður-
stöður heysýna verða að koma
áður en innifóðmn hefst. Jarð-
vegssýnatakan er yfirleitt að
hausti eða þar til frost hamlar
sýnatöku, en niðurstöður koma
oft ekki fyrr en í febrúar eða
mars. Með tilkomu aukinnar
samkeppni í sölu áburðar em
bændur famir að velta fyrir sér
áburðarkaupum mun fyrr en
áður var og því nauðsynlegt að
hraða allri gmnnvinnslu og má
segja að það hafi tekist fyrir síð-
asta ár.
* Samræming í efnagreiningaað-
ferðum er nauðsynleg, ekki síst
til að auðvelda samanburð milli
ára og milli svæða.
* Ákveðin óvissa er ávallt um
efnainnihald búfjáráburðar og
nýtingu hans. Ástæða er til að
fara af stað með athugun á nýt-
ingu og efnagreiningum á bú-
fjáráburði, t.d. á völdum kúa-
búum, til að styrkja gmnninn að
áburðarnýtingu búfjáráburðar-
ins.
* Nauðsynlegt er að unnt sé að
lesa niðurstöður efnagreininga
beint inn í áburðar- og fóður-
áætlunarforrit. Þessar niðurstöð-
ur em allar til á tölvutæku formi
og því heimskulegt að starfs-
menn búnaðarsambanda þurfí að
verja miklum tíma í að slá inn
niðurstöður í forritin, auk þess
sem villuhætta eykst.
* Fóðuráætlanir eru ekki nógu
markvissar, ekki síst vegna þess
að ýmsar forsendur hafa verið
vafasamar, t.d. um át á fóðri og
um niðurbrot próteins í heyi.
* Bændasamtökin og/eða Að-
fangaeftirlitið þurfa að koma
upplýsingum í auknum mæli til
búnaðarsambanda um t.d áburð-
artegundir og aðra þætti sem
tengjast uppmna og eiginleikum
þess áburðar sem er á markaði.
* Það sama má segja um kjam-
fóðrið. Lágmarkskrafa hlýtur að
vera að þar sé samræmi í merk-
ingum, t.d. um AAT- og PBV-
gildi, hvort menn séu þar að tala
um kg fóðurs eða kg þurrefnis.
Að lokum
Hér á undan hefúr verið lýst í gróf-
um dráttum hvemig staðið er að
ráðgjöf varðandi heysýni og jarð-
vegssýni. Vissa þætti þarf að bæta til
að þetta starf skih viðunandi árangri.
Áætlanir ber alltaf að líta á sem
slíkar, en ekki sem algildan sannleik.
Hins vegar gera bændur kröfúr um að
vinna á þessu sviði verði skilvirkari
en nú er og að því verður að vinna.
20 - FREYR 7/2000