Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 2

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 2
Molar S AMSTARFSVERKEFNI ESB OG ÞRÓUNARLANDA Hinn 1. apríl sl. tók gildi nýr samningur ESB og 77 fátækra landa, svo kallaðra AVS-landa, en það eru fyrrverandi nýlendu- ríki í Afríku, Vestur-lndíum og ( Kyrrahafi. Samningurinn er nefndur Co- tonou-samningurinn eftir borginni Cotonou í Benin í Afríku. Samn- ingurinn tekur við af Lomé-samn- ingnum en Lomé er borg í grann- ríkinu Togo í Vestur-Afríku. Samningurinn gildir til 20 ára og fjallar um baráttu gegn fátækt og pólitískt samstarf ESB og þessara landa. Næstu fimm árin mun samningurinn kosta ESB um 16 milljarða evra í fjárfesting- um, viðskiptastuðningi og sam- starfsverkefnum. (Internationella Perspektiv nr. 12/2003). Kornrækt í Noregi Árið 2002 var framleiðsla á korni í Noregi 1,17 milljón tonn og eru þá allar tegundir meðtald- ar. Meðaluppskera var 3.640 kg á ha. Stærstu kornræktarfylkin eru austanfjalls, Akershus, Heið- mörk og Austfold. Meðaluppskera hveitis var 4.310 kg/ha, hafra 3.650 kg/ha og byggs 3.400 kg/ha. Býlum, sem rækta korn, fer fækkandi en fram- leiðsla á býli vex. Árið 1989voru kornakrar á býli að jafnaði 10,5 ha en árið 2002 17,4 ha. (Norsk Landbruk nr. 6/2002, skv. upplýsingum frá Hagstofu Noregs). Breytingar á s TUÐNINGI VIÐ LANDBÚN- AÐ í ESB Landbúnaðarstjóri ESB, Franz Fischler, lagði á síðasta ári fram tillögu um breytingar á framlög- um til landbúnaðar og byggða- mála hjá sambandinu, en eins og kunnugt er styrkir ESB land- búnað sinn mjög mikið. Helstu tillögur til breytinga eru eftirfarandi: Styrkir skulu greiddir til bújarða, án tengingar við framleiðslumagn eða tegund framleiðslu á jörðinni. Tilgangurinn með því er sá að Altalað á kaffistofunni Læknir minn og líkn ert þú Rósberg G Snædal var um langan aldur einn mesti meistari hringhendunnar hér á landi. Eftirfarandi hringhendur eru úr smiðju hans: Hlýjar kenndir ylja önd, eldar tendrast, því að mína brenndi hægri hönd handtak endurnýjað. Dofnar skinn og daprast trú, dvín að sinni bragur. Lœknir minn og líkn ert þú langi vinnudagur. styrkja samningsstöðu ESB innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um framlög til landbúnaðar sem trufla ekki viðskipti, en WTO hefur sett sér það markmið að draga stórlega úr niðurgreiðslum og útflutningsbótum í alþjóðavið- skiptum með búvörur. Önnur mikilvæg tillaga Fischl- ers er sú að greiðslur til bænda dragist saman en styrkir til hvers kyns starfsemi í dreifbýli verði stórauknir. Þessi hugmynd er ekki dönskum landbúnaði í hag þar sem hann er mjög afkastamikill. í þriðja lagi skulu sett þau skil- yrði fyrir framlögum að lögum um heilbrigði búfjár sé fullnægt, sem og lögum um notkun varnarefna I jarðrækt, vinnuöryggi og góða meðferð á búfé. Auk þess að þessar hugmyndir eru til þess ætlaðar að styrkja samningsstöðu ESB í WTO við- ræðunum um viðskipti með bú- vörur þá er þeim einnig ætlað að draga úr offramleiðslu búvara innan ESB sem ekki er unnt að selja á alþjóðamarkaði án niður- greiðslna. Þessar hugmyndir hafa þó mætt verulegri mótstöðu í ESB. Þar stendur Frakkland fremst í flokki ásamt níu öðrum löndum sem vilja ekki breyta núverandi kerfi. Meiri- hluti þessara landa eru í Suður- Evrópu. Fylgjandi hugmyndunum eru hins vegar einkum Þýskaland, Bretland, Svíþjóð, Holland og Dan- mörk, en þessi lönd hafa greitt meira til sambandsins en þau hafa fengið í styrki, öndvert við hin. Ljóst er að enn er langt í land að niðurstaða náist í þessu máli og talið að það gerist ekki öðru vísi en að ráðherrafundur höggvi á hnútinn. (Landsbladet nr. 11/2003, Börsen Gazeller). | 2 - Freyr 4/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.